Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 35

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 35
Ég er ekkert sérstaklega kirkjurækinn en ég bið bænirnar mínar á hverju kvöldi. um líf þessa drengs frá upphafi og þar til hann deyr og þaö var eiginlega eins og aö endurfæðast f hvert sinn. En þegar þú þarft aó sýna djúpar tilflnnlng- ar, eins og til dæmis að gráta, ertu ekki lengi að jafna þig? Kúnstin er sú að láta á- horfandann halda aó þú sért aö gráta, en ekki gráta í alvörunni. Hlutverk okkar á sviðinu er aó galdra fram alvöru tilfinningar hjá þeim sem sitja úti í sal. Leikhúsið er náttúrlega ekki eins og lífið heldur er þar endurspeglað eitthvað sem er gaman aö kannast viö úr lífinu. Það er ákveðinn miðill. Þú ert þá ekki einn af þeim sem ferð með karakterinn heim með sér? Jú, jú, ég geri það. Ég vildi reyndar ekki kannast við það lengi vel, en síðan finnur maður að þaö verður ákveðin breyting á manni við þaó aö vinna vissa karaktera. Þó ekki þannig aö ég eyðileggi heimilislífið [hlærj. En vinnan fer með heim, maöur er aö læra textann sinn heima og spá í hvernig maður á aó gera hlutina. Hvernig undirbýróu þig annars fyrir hlutverk? Heimsóttirðu til dæmis Klepp áður en tökur á Englunum hófust? Það er misjafnt hvern- ig maður nálgast hlutina. Friðrik Þór gefur manni til dæmis mjög mikið frelsi. Hann á- kveður hver á aö vera í hverju hlutverki og svo býr hann til sína kvikmynd án þess að skipta sér mjög mikið af leikurunum, nema auðvitað ef honum mislíkar eitthvaö. Fyrir myndina fór ég í ákveöna forvinnu fyrir mig. Ég fór á Klepp og fékk þar mjög góðar mót- tökur. Ég var á ákveðinni deild og um- gekkst sjúklingana sem var mjög lærdóms- ríkt. En ég hafði verið á Kleppi áöur. Sum- arið 1987 byrjaöi ég að vinna þar sem gæslumaður en þaö fékk svo á mig að ég varð að hætta. Þetta er svo hræðilegur sjúkdómur. Sumum líður svo illa og mér fór að líða illa meö þeim. Hafa einhvern tíma komið þær stundir að tilveran veróur of flókin? Það hlýtur stund- um að vera erfitt að sameina mikla vinnu og lífið í stórri fjölskyldu? Ekki þannig aö ég hafi ekki séð leiö út úr hlutunum. Reynd- ar voru unglingsárin á köflum þannig að ég sá ekki framtíðina fyrir mér en það hefur elst af mér. Ef ég hef átt erfitt með svefn í einhvern ttma fara að sækja á mig alls kyns hugsanir og mig grípur hálfgerð dauöa- hræðsla. En þaö er örugglega eitthvað sem margir kannast við; skortur á svefni getur gert hvern mann brjálaóan. Ég held annars aó líf mitt sé í þokkalega hefðbundnum föst- um fjölskylduskoröum. Og ég get ímyndað mér að það sé mjög ólíkt tilveru ýmissa annarra sem hafa sagt ævisögu sína og gert ótrúlega hluti. „Hverra manna eruð þér, Páll? Og með leyfi, hvað starfar faðir yðar,” spyr móðir Dagnýjar. Snobbar fólk fyrir þér í daglegum samskiptum? Nei, mér finnst þaö nú ekki. Mér finnst íslendingar yfirleitt ekki vera snobbaðir. Ég kann þægilega við það að vera bara einn af okkur þvf það er ég. Það er ekki blátt blóö í æöum mínum og ég hef enga ástæðu til þess að þykjast vera eitt- hvaö öðruvísi. Þú hlýtur aó verða var við að fólk þekki þig? Já, stundum. En yfirleitt, sama hvar ég er, þótt maður sé á gangi niður Laugaveginn, finnst mér ég vera óþekktur. „Nei, takk, ég vil ekki sofa hjá þér, sama hvað þú reynir,” segir Páll við óttaslegna nágrannakonu sína þegar hann er búin að missa vitið. Færð þú stundum ósiðsamleg tilboð þegar þú ferð út að skemmta þér? [Hikarj Jú, jú, þaö hefur svo sem komið fyr- ir en þau skipti sem ég fer út að skemmta mér fer ég á einhvern bar þar sem flestir þekkja mig og ég þá. Þetta hefur gerst, en þó alls ekki oft. Ég er líka mjög góður í að gleyma hlutunum. Stundum hugsa ég hvað það sé hræóilegt hversu gleyminn ég er, en stundum er það kostur [brosirj. Það er alltaf verið að handtaka Pál í mynd- inni. Hefur þú einhvern tímann verið hand- tekinn? Nei, en fyrir mörgum árum missti ég bílprófið í tvo mánuöi. Það er það glæp- samlegasta sem ég hef gert. „En svo kom guð. Hann sagði að ég væri síðasti maður jarðarinnar; að ég ætti að hefja smíðar og breyta herberginu mínu í örk.” Ert þú trúaður? Já. Ég biö bænirnar mína á hverju kvöldi, en ég er ekki sérstak- lega kirkjurækinn. Af hverju feróu ekki í kirkju? Það er nú það. Kannski er það vegna þess að mér finnst prestar gjarnan mega vera óhræddari viö aö hafa skoðun og koma henni á framfæri af krafti við söfnuðinn. RANNSÓKNARFERÐ Á SÚLUSTAÐI Spurningar innblásnar af Komdu nær (1999) „Þú ert karlmaður. Þú fengir það ef Anna í Grænuhlíð blikkaði þig,” segir ein kvenper- sóna leikritsins. Er þetta réttur dómur um okkur karlmenn? Ja, ég veit það nú ekki 32 SKÝ INGVAR SIGURÐSSON alveg en kynorka getur verió frábært afl. Við lifum hins vegar í heimi þar sem er nánast takmarkalaust frelsi, viðhorfiö er: ‘Ég má þetta því ég á mig sjálfur.’ Leikritið er einmitt ansi djörf úttekt á frjáls- legu ástarlífi nú á tímum og út frá því má spyrja, er kynlíf að verða of hversdagslegt? Já, engin spurning. Þetta hlýtur að enda einhvers staðar, en hvar veit ég ekki. Ég held aó þessi mikla kynlífsvæðing sé afleið- ing af leit fólks að ástinni, sem verður svo óvart útundan. Eitt eftirminnilegasta atriðið í Komdu nær er þegar þinn karakter, læknirinn Larry, fer á súlustað og fær sér einkadans. Hefur þú einhvern tíma komið á súlustaðina hér? Já, við fórum í tilefni af leikritinu í mjög gagn- lega heimsókn á súlustaði. Á þeim forsend- um sem við vorum þarna fann ég ekki til vanlíðunar, en ég fór einu sinni meó hóp af strákum á svona stað og þá leið mér hörmulega vegna þess að stelpunni sem var á sviðinu leið illa. Og það er mjög óþægilegt þegar maður finnur að það er verið að niðurlægja mannaeskju. Það er hægt að ímynda sér að þessar stelpur séu að þessu af mjög misjöfnum ástæðum. Sumar gerast nektardansmeyjar að eigin frumkvæði, aðrar hreinlega neyðast til þess út af einhverjum utanaðkomandi aðstæðum. Hversu langt genguð þið í rannsóknarvinn- unni? Fékkst þú þér til dæmis einkadans? Nei, en ég ræddi við nokkra fastagesti og meðal annars einn sem hafði mikla reynslu af einkadönsum. Það var mjög forvitnilegt að heyra hann tala mest um hvaðan stelp- urnar voru, ein var frá Rússlandi, rétt við landamæri Finnlands, önnur frá Tékklandi og svo framvegis. Maður skynjaði að hjá þessum manni var það þörfin fyrir félags- skap og samskipti sem rak hann áfram. En menn fara auðvitað á þessa staði á mis- munandi forsendum. En hvað finnst þér um þessa staði? Ertu sam- mála um að það eigi aó banna þá? Ég er ekki viss. Maður veit ekki hvaða afleiðingar það hefði. Myndi kynferöisglæpum fjölga? Eða fækka? Yrði meira um heimilisofbeldi? Eða minna? Þessir staðir eru partur af samfélag- inu eins og það er núna. Ef á að losna við þá þarf að taka til á mörgum öðrum stöðum. Þú bjóst lengi í miðbænum. Hvað finnst þér um umræðuna um skelfingarástandið þar undanfarin misseri? Ég fann ekki meira fyrir því í Miðstræti þar sem ég bjó en þar sem ég bý núna vestur í bæ. En það er engin ástæða til þess að óttast miðbæinn. Maður er oft öruggari þar sem margir eru á ferli, en þar sem fáir eru. INGVAR SIGURÐSSON SKÝ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.