Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 20

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 20
FYRST K. FREMST = 5VRLR BJÖRGVINSDOTTIR ÞEGAR GEFUR A BATINN Tónlist er gjarnan valin eftir skapi og aöstæöum. Poppskutlan Svala Björgvins gaf upp hvaöa tónlistarmeðöl henta henni best í ólgusjó lífsins. Þegar ég er hamingjusöm hlusta ég á: Hip Hop og R&B tónlist. Eitthvaö meö Tribe Called Quest og Mary J Blige. Einnig Stevie Nicks úr Fleetwood Mac og Stephen Bishop. Jamiroquai er líka meiriháttar og kemur manni alltaf í svaka stuð. Diskðtónlist gerir það Ifka. Gamalt Motown klikkar ekki heldur, snillingar eins og The Temptations, The O'Jays, Spinners og Marvin Gaye. What’s going on er alveg meiriháttar og Mercy, mercy me. Þegar mig langar að syngja með hlusta ég á: Barböru Streisand, Whitney Houston, Patsy Cline og Karen Carpenter. Þær eru mín idol og ég lærði allt sem ég kann með því að hlusta á þær og syngja með. Ég var vön að læsa mig inni í herbergi sem krakki og læra hvert einasta lag með þeim utan að. The way we were með Barböru og öll Broadway-platan hennar er snilld, ég kann öll lögin þar. Gamalt stöff með Whitney eins og You give good love og Saving all my love eru líka lög sem ég syng alltaf með. Þegar mig langar að gráta hlusta ég á: Carpenters-lög eins og Rainy days and Mondays eru alger grenju-lög. Rödd Karenar er bara svo sad og emotional að hún fær mann til þess að fella tár. Einnig tónlist úr bíómyndum, eins og sándtrakkið úr myndunum Prince of Tides og City of Angels. Þau eru alltaf sett á þegar ég vil grenja. Instrumental plötur með David Foster eru líka yndisiegar. Ég get alltaf grenjað við þær. Þegar ég fæ heimþrá hlusta ég á: Eitthvað með pabba. Brimkló, Lónlí Blú bojs og fleira. Alltaf þegar ég fæ ýkta heimþrá hlusta ég bara á Ég syng fyrir þig eða Dagar og nætur sem eru mínar uppáhaldsplötur með honum pabba. Svo syng ég með. Sérstaklega í Ég er að tala um þig, sem er besta lagið sem pabbi hefur sungið. Þegar ég ryksuga hlusta ég á: Country-tónlist. Faith Hill, Tim McGraw, Alan Jackson og Vince Gill. Mér finnst þessi nýja country tónlist alveg yndisleg, stelpur eins og Dixie Chicks og Shania Twain eru bara meiriháttar og þetta er nánast eins og popptónlist. Ég á stórt safn af country-plötum sem ég held mikið upp á. Þegar ég er ástfangin hlusta ég á: Eitthvað rómantískt meó Babyface, Joe, Luther Vandross, Eagles og Fleetwood Mac. Fer alveg eftir því hvernig gæinn er! Ég hlusta óvenju mikið á tónlist þegar ég er ástfangin. Það eru einkenni sem fara ekki á milli mála þegar ég verð skotin. Tónlist allan liðlangan daginn og á næturn- ar líka. Ekki ein mínúta án tónlistar. Og tónlistin er öll svona ástþrungin og falleg, rosalega dramatísk. Eins og í amerískri bíómynd, alveg klisjukennd. Svo læt ég mig dagdreyma. Þegar ég er reið hlusta ég á: Ég verð sjaldan reið en í þau fáu skipti sem það kemurfyrir hlusta ég ekki á tónlist heldur vil ég vera ein og hugsa í mikilli þögn. þlg 18 SKÝ Ljósmynd: ARI MAGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.