Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 32

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 32
„Ég er að minnsta kosti viss um að ég hefði farið út í einhvers konar starf þar sem maður þarf að hlusta á fólk og ræða tilfinningar þess. GORELOV YFIRVÉLSTJÓRI Spurningar innblásnar af K-19: The Widowmaker Þú hefur leikið í fjölmörgum íslenskum bíómyndum, var það ekki ný reynsla að sjá hvernig stóra verksmiðjan frá drauma- borginni gerir hlutina? Jú, en samt sem áður var þetta voðalega líkt. Aðalmunurinn var sá aó ég var ekki að vinna á heimavelli með fólki sem ég hef unnið með oft áður. Þannig var þetta eiginlega eins og að vera nýútskrifaöur úr skóla og koma út á vinnu- markaðinn og hitta fólk sem maður þekkir ekki. Veistu hvernig þinn karakter kemur út í lokaútgáfu myndarinnar? Nei, og ég er ansi forvitinn. Ég veit að það er verið að prufu- sýna myndina um þessar mundir og ég hef einmitt verið að reyna að komast að því hversu stór mín rulla er. Þú gætir kannski legið á klippigólfinu? Maöur veit aldrei, en ég vonast til þess að ég sé eitthvað í myndinni [hlær]. Er ekki rétt að þú varst í nokkuð mörgum atriðum? Jú, viðvera mín var mjög mikil meðan á tökum stóð. Það var hins vegar töluvert verið að vinna handritið jafnóðum og á tímabili voru menn dálftið að keppa um athygli og traust leikstjórans, Kathryn Bigelow. Ég stóð til dæmis sjálfan mig aó þessu og fór nokkrum sinnum til hennar og bað um að fá að vera í senum sem ég átti ekki einu sinni að vera í. Einu sinni tókst mér það og einu sinni henti hún mér úr senu. Seinna komst ég að því að það var ekkert persónulegt [hlærj. Er hún aðsópsmikill leikstjóri? Já, hún er mikill kvenskörungur. Og það er svolítið skrítið hvernig hún kemur sér áfram í þess- um stóra karlaheimi. Hún gerir það ekki á þennan hefðbundna, röggsama hátt kvenna sem ná langt, heldur á svona lúmskan hátt. Hún reynir að ná athygli karlmanna meó því að leika þessa dæmigerðu viðkvæmu, dálítið bjargarlausu konu, en tekur svo völdin þegar á hólminn er komið. Kynntistu þessum reyndu köppum, Harrison Ford og Liam Neeson, eitthvaö? Já, ég var í sömu deild og þeir í kafbátnum, það er að segja í stjórnklefanum, þannig að við vorum í mörgum senum saman. Þeir virkuóu báðir mjög alþýðlegir menn á mig og mér fannst mjög gott að vera innan um þá. Sumir voru reyndar mjög hræddir við Harrison Ford því hann gat verið svolítið krumpaður og bein- skeyttur við menn á morgnana. Þú varst þrjá mánuói í tökum, var ekki erfitt að vera svona lengi frá fjölskyldunni? Jú auðvitað, en sem betur fer komu þau öll og heimsóttu mig og voru hjá mér í einn mánuð. Það var alveg frábært. Við fengum hús rétt fyrir utan Toronto og höfðum það afbragðsgott. Ertu meó umboösmann á þínum snærum til aö koma þér á framfæri erlendis? Já, ég notaði tækifærið úr því ég var búinn að fá hlutverk í stórmynd meö stórum stjörnum. Þá virðist vera auðveldara að fá sér góðan umboðsmann. Umboðsmaðurinn minn vinn- ur á mjög góðri umboðsskrifstofu í London og ég hef fariö nokkrum sinnum í þrufur á hennar vegum. Hins vegar eru rosalega margir um hituna og ef ég fengi hlutverk myndi ég alltaf leika útlending, tungumáls- ins vegna. En eftir reynsluna af þessari bíómynd, er þetta eitthvaö sem þú gætir hugsað þér að gera meira af? Það var gaman að prófa þetta, en ég veit ekki hvort ég myndi nenna þessu til lengdar. Satt aö segja fannst mér ég vera frekar illa nýttur og ég held ég myndi ekki nenna að eyða stórum parti af árinu í svona dútl. Maður er vanur meiri vinnu hérna heima. En við sjáum til hvað gerist. SÉRA INGVAR Spurningar innbtásnar af Kæru Jelenu (1991) „Púshkín fékk einn í stærófræöi! Samt var hann snillingur,” segir Vitja í Kæru Jelenu. Varst þú mikill námsmaöur? Ég var dugleg- ur í skóla sem barn en svo fór að halla und- an fæti þegar ég varð unglingur. Ég held að draumórarnir hafi farið alveg með mig. Ég man eftir því að það komu kennarar til mín, hristu mig og spurðu: ‘Hvað er að þér?' í hvaóa skólum varstu? Ég var fyrst t Breiðagerðisskóla og svo í Réttarholts- skóla, þeim mikla villingaskóla. Þegar ég var átján ára flutti ég með fjölskyldu minni upp t Borgarnes og þá tók ég mér ársfrí frá námi. Svo fór ég í Reykholtsskóla og þaðan í Fjölbraut á Akranesi, svona með vinnu. En ég kláraði aldrei stúdentsprófið. Hvaó varstu aö vinna? Allt mögulegt. Ég var með eigin atvinnurekstur og gerði út póstflutningabíl, forláta Benz með dísilvél, ég var næturvörður t afleysingum á skipti- borðinu á gamla sveitasímanum, ég af- greiddi í húsgagna- og raftækjaversluninni Húsprýði í Borgarnesi og ég var í málning arvinnu. Ég hef líka verið í sveit og þar kynntist ég almennum sveitastörfum. Mok- aði þar úr fjárhúsum með gamla laginu, þaö er að segja með skóflu og hjólbörum. Ég hef verið til sjós, í byggingarvinnu, múr- verki, vegavinnu og fleira. Þaó er óhætt aó segja að þú hafir komið víða viö. Já, og ég held ég hafi fengið heil- mikinn styrk úr alls kyns erfiðisstörfum sem ég fengist við. Og ég vil að börnin mín kynnist því hvað það er að vinna erfiðis- vinnu þegar þau stækka. Auðvitað vil ég þeim vel en hluti af því er einmitt að það sé ekki sjálfsagt að fara í gegnum lífið þar sem er tekió á öllu með silkihönskum. Tíu ára sonur minn fór til dæmis í Húsdýragarð- inn um daginn og hluti af námsefninu var að 30 SKÝ INGVAR SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.