Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 70

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 70
KRONUSPEKI = NYJUNGRR OG NOTRGILDI NOKKUR LYKILORÐ SEM GOTT ER AÐ KUNNA SKIL Á VERÐBRÉF Samheiti yfir hlutabréf og skuldabréf. HLUTABRÉF Eigandi hlutabréfs á eignarhald í útgefanda hlutabréfsins. Krónu- tala bréfsins gefur til kynna hversu stóran hlut eigandinn á í fyrir- tækinu. Eigandi bréfsins á rétt á arðgreiðslu frá fyrirtækinu í sam- ræmi við eignarhlut. Eigandi á rétt á sínum hluta í upplausnarvirði fyrirtækisins ef það er leyst upp. Hömlur geta verið settar á við- skipti með hlutabréfin og er þess þá getið í samþykktum félags- ins. Þar sem viðskipti með verðbréf eru pappírslaus eru hlutabréf- in ekki gefin út heldur einungis kvittun fyrir viðskiptunum. SKULDABRÉF Skjal þar sem fram kemur viðurkenning á því að tekin hafi verið peningafjárhæð að láni. Lántakandinn lofar að greiða skuldina aft- ur á tilteknum degi og greiða jafnframt vexti af henni eins og mælt er fyrir á skuldabréfinu. Tryggingar skuldabréfa geta verið með ýmsu móti, til dæmis sjálfskuldarábyrgð eða veð, en einnig eru bréf með ábyrgð banka eða ríkissjóðs. VÍSITÖLUR Til þess að fylgjast með því hvernig hlutabréfamarkaðinum í heild sinni vegnar eru reiknaðar hlutabréfavísitölur. Hér á landi er mest litið á Úrvalsvísitölu Aðallista Verðbréfaþingsins og Heildarvísitölu Aðallista. Heildarvísitalan mælir verðbreytingar allra félaga á Aðal- lista, vegið eftir markaðsverðmæti félaganna. Úrvaisvísitalan er reiknuð á sambærilegan hátt en í henni eru fimmtán stærstu fyrir- tækin hverju sinni. Vísitalan er endurskoðuð á hálfs árs fresti (í júní og desember). Val á fyrirtækjum í vísitöluna fer þannig fram að tekin eru 20 stærstu fyrirtækin á mælikvarða markaðsvirðis, þau 15 þessara fyrirtækja sem hafa verið með mest viðskipti síð- ustu sex mánuði fyrir endurskoðun mynda síðan vísitöluna. Einnig eru til vísitölur fyrir vaxtalistann og ýmsar greinar atvinnulífsins en útreikningur þeirra er sambærilegur við hinar vísitölurnar. SPÁKAUPMENNSKA Kaup og sala verðbréfa innan sama dags eða skamms tíma í því augnamiði að hagnast á skammtímasveiflum á verði verðbréfa í stað reksturs fyrirtækis. Heimild: Orðasafn fjármála, strik.is, Ísiandsbanki-FBA NÝJAR LAUSNIR FRÁ ÍSLANDSBANKA Gjafabréf í stað þess að stinga peningum í umslag íslandsbanki hefur nú tekið upp þá nýbreytni aö bjóða gjafir (gjafabréf) f fögrum umbúðum. Þetta eru góðar og gagnlegar gjafir fyrir alla aldurshópa sem vaxa og dafna ár frá ári. Gjafabréf íslands- banka er tilvalin tækifærisgjöf sem vex og kemur að góðum notum í framtíðinni. Framtíðarreikningur - tryggir fjárhagslegt öryggi barnanna Börnin okkar og barnabörnin eru það mikilvægasta sem við eigum. Með tilkomu Framtíðarreiknings getum við gert það sem í okkar valdi stendur til að tryggja þeim gott veganesti inn í framtíðina. Sparnaðurinn er til marks um góðar fyrirætlanir í þágu barnsins því hægt verður að létta undir með í framtíðinni þegar kemur að fjár- festingum eóa framhaldsnámi. Reikningurinn ber ávallt hæstu vexti sem bankinn býður hverju sinni. FramtTðarreikninginn er hægt að stofna fram að 15 ára aldri barna. Heiðursmerki - til heiðurs eldri borgunum Heiðursmerkið er indæl gjöf fyrir afa og ömmur landsins, eða alla þá sem eru 60 ára og eldri. Hvernig væri að koma þeim á óvart og gefa þeim innborgun upp í skemmtisiglinguna? Heiðursmerkið er frábær nýjung hjá íslandsbanka og ber aö sjálfsögöu hámarkssávöxtun. Georg - vinsælasti félagi yngstu barnanna Mörgæsin Georg hefur unniö hug og hjörtu barna um land allt, um leið og hann hefur kennt þeim giidi þess að fara vel með peninga. Það er gott að byrja snemma að kenna ungviðinu peningavit og því er Georg alltaf sniðugur valkostur handa börnunum. Óvæntur glaðningur fylgir alltaf með Georg, bæði við stofnun og þegar baukurinn er tæmdur. 68 SKÝ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.