Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 19

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 19
FYRST K. FREMST = RNGRN RSTRR HVERNIG VELJA SKAL ILMVATN FYRIR KONU » Nokkur hnitmiöuö ráö Þaö er ekki einfalt verkefni aö veija ilmvatn handa konu. Fyrir það fyrsta er úrvalið nán- ast yfirþyrmandi og í öðru lagi er það sérstök kúnst að finna út hvaða ilmur hæfir - eða klæðir - hverri og einni konu. Ekki láta þér detta í hug eitt augnablik að falleg, glæsilega innpökkuð ilmvatnsflaska sé allt sem til þarf. Að láta konu og ilmvatn passa saman krefst töluverðrar útsjónarsemi, jafnvel leynilög- reglustarfa. Áður en haldið er af stað í snyrtivöruverslunina er sniðugur leikur að rannsaka svo lítið ber á baðskápinn eða snyrtiborðið hennar, ef á annað borð eru tök á því; það er ef konan sem á að fá ilmvatnið er það nátengd þér að þú þurfir ekki að brjótast inn á heim- ili hennar. Skráðu niður nöfnin á ilmvatnsglösunum sem minnst er í og einnig á hinum sem eru nánast full. Þetta tvennt gefur góða vísbendingu um hvað konunni líkar og hvað henni líkar ekki. Farðu því næst með listann í snyrtivöruverslun. Auðveldasta leiðin er að kaupa áfyllingu af uppáhaldsilmvatninu hennar. En auðveldustu lausnirnar vekja einhvern veginn aldrei jafnmikla lukku og þær frumlegu og óvæntu. Með listann að vopni, ásamt upplýs- ingum um aldur, hárlit, húðgerð og áhugamál konunnar, er hægt að velja með aðstoð sér- þjálfaðs afgreiðslufólksins ilmvatn sem miklir möguleikar eru á að falli konunni í geð og afli þér að auki priks fyrir sérstaka smekkvísi. Ef aðgangur þinn að baðherbergi konunnar er hins vegar með þeim hætti að þú getur með engu móti komist í tæri við þau ilmvötn sem hún á í fórum sínum - og gjöfin á ef tii vill einmitt að vera til þess fallin að afla þér slíks aðgangs - þá eru hér fáein ráð: Ef hún á fleiri pör af skóm en potta og pönnur og vill frekar borða úti en næra þig með heimagerðum mat, skaltu slá um þig með þekkingu þinni á tísku- heiminum og færa henni svalan ilm sem heitustu tískuhönnuðurnir hafa sent frá sér: til dæmis Armani White, Jil Sander Sensation, Jean Paul Gaultier Fragile eða Dolce & Gabbana Light Blue. Ef hún er þessi heilbrigða týpa sem er alltaf í sundi, spinning eða úti að skokka skaltu leita að fersku ilmvatni sem hefur orðið eau í nafninu eða einhverju með sítrónuilmi: til dæmis Calvin Klein Truth, Ralph frá Ralph Lauren, Coco Mademoiselle frá Chanel eða Thierry MuglerAngel Innocent. Fyrir þær íhaldssömu, eða segjum frekar þær sem eru fyrir hið klassíska, er tilvalið að kaupa til dæmis Chanel No. 5, Shalimar frá Guerlain, Elizabeth Arden Red Door, eða Romance frá Ralph Lauren. Svo er auðvitað alltaf sá einfaldi möguleiki fyrir hendi að lykta af ilmvatninu sjálfur og athuga hvort það minnir þig á hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.