Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 9
FYRST & FREMST
FÓLK, LEIKUÚ^, BÍÓ. LJÓSMYNOIR, TÓNLIST, TÍMRRIT, BJÓR, HÖNNUN, VEITINGRR, TÍMINN
DRAUMSÝN
Allt frá því að Visionaire kom út í fyrsta skipti fyrir tíu árum í New
York hefur það átt sér allt að því goðsögulegan sess í tískuheim-
inum. Það er erfitt að setja þessa útgáfu á ákveðna hillu en ef á
að hengja einhvern merkimiða á ritið, þá liggur það einhvers staðar
milli þess að vera tímarit og listaverkabók. Á hverju ári eru gefin
út þrjú til fjögur hefti og er hvert þeirra helgað ákveönu þema;
snerting, Ijós, þrá, maður, blár og hvar? eru fáein dæmi. Visionaire
samanstendur nánast eingöngu af myndefni og höfundalistinn er
oftast eins og hverjir eru hvað í heimi tísku, Ijósmyndunar og graf-
ískrar hönnunar; eða í sumum tilfellum, hverjir eru að verða hvað,
eins og gagnrýnandi komst einu sinni að orði í The Sunday Times.
Afl er kjörorð nýjasta heftisins, sem er það 36. í röðinni, og með-
al þeirra sem kom vi sögu eru Fabien Baron, Nick Knight, Roni
Horn, Wolfgang Tilmans og Björk sem prýðir forsíðuna. Fáir tónlist-
armenn njóta álíka virðingar í þessum sjónræna menningargeira og
söngkonan enda hefur hún verið ótrúlega nösk við að fá til sam-
starfs við sig framúrskarandi listamenn þegar kemur að Ijósmynd-
un og tónlistarmyndbandagerð.
Gerð Visionaire er yfirleitt styrkt af einhverjum risa í tískuheim-
inum. Engar auglýsingar eru þó í tímaritinu heldur er því pakkað
inn í sérhannaðar umbúðir til heiðurs styrktaraðilanum. Nýjasta
heftið ertil dæmis styrkt af japanska snyrtivöruframleiðandanum
Shiseido og er því pakkað innf fjólubláan harðplastkassa í formi
kamillublóms, sem er einmitt merki Shiseido.
Visionaire er gefið út í takmörkuðu upplagi, yfirleitt á bilinu
5.000 til 6.000, og er hvert eintak númerað. Og stykkið er langt
í frá gefið, 175 dollara kostar það út úr búð í New York eða ríflega
18.000 krónur. Hægt er að fræðast nánar um Visionaire á
www.visionaireworld.com JK
Ljósmynd: INEZ VAN LAMSWEERDE OG VINH00DH MATADIN SKÝ 7