Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 42
Ef stórt gos yrði i Hengli væri Nesjavallavirkjun í mikilli hættu af hraunrennsli. Sama á við um nær allar meginháspennulínur Landsvirkjunar til höfuðborgarsvæðisins.
um á höfuðborgarsvæðinu. Hafþór Jónsson segir ekki til séráætlun
vegna viðbragða við ógnandi eldgosi í nágrenni Reykjavtkur, en
almenn áætlun um viðbrögð við eldgosi nálægt byggð sé tiltæk.
„Aðgerðir miðast fyrst og fremst við upptök viðkomandi eldgoss
og hvar og hvernig lega þess er miðað við þyggð. Hafnarfjörður,
Garðabær og Reykjavík eru allt staðir sem hafa orðið fyrir barðinu
á eldgosi. Samt verður að teljast frekar ólíklegt að hraunrennsli
verði með slíkum hraða að það ógni verulega öryggi borgaranna og
því yrði ekki gripið til brottflutnings fólks nema önnur úrræði
brystu því fólksflutningar yrðu alltaf síðasta nauðvörnin.”
Afkastageta núverandi vega-, sjó- og flugflutningskerfa við höfuð-
borgarsvæðið, kæmi til fólksflutninga, færi eftir veðurfari, árstíma og
staðsetningu sem og eðli náttúruhamfaranna. Mörgum er í fersku
minni þegar tólf þúsund prúðbúnir þjóðhátíðargestir sátu fastir í um-
ferðaröngþveiti milli Reykjavíkur og Þingvalla í besta veðri sumarið
1994. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri í Reykjavík, segir þann
umferðarhnút ekki skrifast alfarið á vegakerfið, en Ijóst sé að umferð
myndi ganga hægt, kæmi til brottflutnings borgarbúa.
„Það má segja að ein akrein anni 1.500 bílum á klukkustund. Ef
umferð til borgarinnar væri bönnuð væri hægt að notast við tvær
akreinar og þá erum við að tala um 3.000 bíla. Þó myndi umferðin
ganga gríðarlega hægt miðað við fólksbílaeign íbúanna. Margir
eiga tvo og þrjá bíla og flestir myndu trúlega freistast til að reyna
að bjarga verðmætum sínum og bílunum. Ef Vesturlandsvegur og
vegurinn austur um Mosfellsheiöi væru einu útgönguleiðirnar og
borgarbúar þyrftu nauðsynlega að yfirgefa borgina, væru miklir
erfiðleikar samfara því. Því þarf að meta stöðuna með tilliti til þess
hvort fólki sé betur borgið með því að flýja. Hugsanlega yrði um-
ferðin stöðvuð með valdi og það er tiltölulega einfalt mál að
stjórna bílaumferð þannig.”
Á höfuðborgarsvæðinu eru um 135 þúsund ökutæki. Tvo sólar-
hringa gæti tekið að greiða leið þeirra út úr borginni, en oftast má
greiða úr tilfallandi umferðarteppu á styttri tíma. Skemmist vegir
við að fara undir hraun í eldgosi eða vegna landslagsbreytinga við
jarðskjálfta hefur það stórfelld áhrif á fólks- og vöruflutninga til
nokkurs tíma. Einnig gæti komið til mjög alvarlegs umferðar-
ástands í þéttbýli vegna rafmagnsleysis í kjölfar náttúruhamfara
sem gerði umferðarljós og götulýsingu óvirka. Ef til þess kæmi að
vegir lokuðust og bílar yrðu óstarfhæfir vegna gjóskufalls færu
fólksflutningar fram um sjóveg, en hafnarskilyrði á höfuðborgar-
svæðinu eru þau bestu á landinu og ávallt nægur skipakostur í
höfn. Hafþór Jónsson segist þó eindregið ráðleggja fólki að yfirgefa
ekki borgina nema borgaryfirvöld fyrirskipi slíkan brottflutning.
„Eins gæti reynst afdrifaríkt í höfuðborginni ef gysi
í Hengli með miklu gjóskufalli yfir borgina og með
mikilli sprengivirkni í námunda við eldstöðina. Þá
fellur gjóska á götur, þyrlast upp í andrúmsloftinu
og kæfir bílvélar og aðra mótora á þann hátt að
ekki reynist unnt að notast við slík farartæki. Eins
verður útivist öll erfiðari við skort á hreinu súrefni
og hugsanlega þyrfti að notast við gasgrímur."
->
Páll Imsland jarófræðingur
HAMFARIR í HÖFUÐBORGINNI SKV 41