Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 28

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 28
FYRST K. FREMST =TIMINN Sólúr gæti hentað þeim sem kjósa frekar aö lifa eftir litla vísinum en þeim stóra. ekki sérlega nákvæmar mælingar og sitthvaö, árstími, skyggni og margt fleira, jók þar enn á ónákvæmni. Meðal fyrstu tímamæla sem ekki voru bundnir viö gang sólar eða himintungla voru svonefndar vatnsklukkur (klepsydras, þ.e. „vatnsþjófur"). Vatnsklukkur höfðu ýmsa kosti fram yfir sólúrin, t.d. mátti nota þærtil að mælatímann að næturlagi. Þærvoru með ýmsu lagi en algengasta gerðin þannig að vatn var látið drjúpa með reglubundnum hætti ofan í ker. Hreyfinguna, sem varð við það að yfirborð vatnsins hækkaði, mátti nota til að knýja vísi sem sner- ist um spjald sem klukkustundir voru merktar inn á. Vatnsklukkurnar tóku í tímans rás nokkrum breytingum, urðu stæl- og tæknilegri. Grikkir og Rómverjar útbjuggu t.d. vatnsklukk- ur sem slógu í gong, opnuðu dyr og glugga svo sást í smámyndir á bak við og hreyfðu vísa eða líkön af heimsmynd samtfðarinnar. Fjöður og pendúll Einhvern tímann á fyrri hluta 14. aldar var loks farið að gera fyrstu vélrænu klukkurnar; þetta voru turnklukkur í nokkrum helstu og auðugustu borgum Ítalíu. Klukkurnar voru knúnar lóðum og með nýrri tækni sem átti eftir að ráða ríkjum í klukkusmíði í 300 ár. í byrjun 16. aldar fann Peter Henlein f Numberg upp klukku sem drifin var af fjöður og varð þá hægt að smíða minni klukkur en áður, þ.á m. klukku sem beinlínis var ætlast til að menn bæru á sér. Sem sé úr. Fyrstu úrin voru níðþungir hlunkar, um 10-12 cm í þvermál og 7-8 cm á þykkt. Þau voru framan af úr járni en síðar úr látúni og stáli. Fjaðurdrifnar klukkur voru vissulega framfaraspor en höfðu þann ókost að hægja á sér eftir því sem vast ofan af fjöðrinni. Úr þessu var bætt er hollenski vísindamaðurinn Christiaan Huygens smíðaði fyrstu pendúlsklukkuna árið 1656. Byltingin fólst í nákvæmninni því pendúlsklukka Huygens gekk með minni skekkju en sem nam 1 mínútu á dag og seinni tíma lagfæringar hans minnkuðu skekkj- una niður í 10 sekúndur á dag. Fram að þessu höfðu klukkur einungis haft einn vísi, þann litla, enda þótti gott ef hægt var að mæla klukkustundir með sæmilegri nákvæmni. Nú var hins vegar kominn tími til að stíga næsta skref og bæta öörum vísi við, mínútuvísinum, en hann kom fram á sjón- arsviðiö um 1670. Þetta markaði vissulega þáttaskil í sögu mannsandans og vísindanna - en var að öðru leyti hroðalegt fyrir okkur hin sem erum alltaf sein og máttum því engan tíma missa. Armbandsúrið kemur til sögu í framhaldinu urðu úr og klukkur sífellt nákvæmari og hægt varð að smíða þær stöðugt minni. Vasaúr uróu mikilvægt skart og nauð- synlegt áhald hverjum heldri manni sem vildi vita hvað klukkan sló. Eitt svið sem nákvæmar klukkur uröu þýðingarmiklar á var hern- aður og njósnir. Um þetta leyti, þ.e. laust fyrir þarsíðustu aldamót, hefur hinn góðkunni og töffaralegi frasi trúlega verið sagður í fyrsta sinn: „Herrar mínir, samstillum úrin!" Um 1890 var ná- kvæmnin nefnilega orðin sem nam 1/100 úr sekúndu og þá fyrst hægt aö vera með slíka stæla. Eitt einkenni fyrri heimsstyrjaldarinnar, sem braust út árið 1914, var að hinar stríðandi fylkingar grófu sig niður í jörð og höfð- ust við í ógeðslegum skotgröfum mánuðum saman á meðan reynt var að færa víglínuna örfáa sentímetra fram. Menn samstilltu úrin og á tilsettum tíma skreið hópurinn upp úr leðjugröfum sínum og fór um á maganum og reyndi þannig að koma óvininum á óvart. Auðvitað var óhentugt að seilast inn fyrir fötin eftir vasaúrinu og greinilega þörf á umbótum. Þá varð armbandsúrið til. Skífan á þessari snjöllu nýjung varð því það allra síðasta sem þúsundir her- manna sáu áður en þeir sprungu í loft upp á hárréttu augnabliki eöa fengu í sig banvæna byssukúlu. Sigurför armbandsúranna meðal almennings hófst fljótlega eftir stríðið. Næsti áfanginn í sögu klukkunnar var tilkoma kvars- og tölvuúr- anna. í þeim vekur rafhlaða rafsveiflur í kvarskristalli, eina sveiflu á sekúndu. Nú erum við komin á þær slóðir sem allir þekkja og ekki ástæða til að rekja söguna öllu lengra. En í upphafi málsins var tímalausum lesandanum heitið aðferð til að stöðva tímann eða í það minnsta að eignast meira af honum. Einstein kenndi okkur að tíminn er afstæður. Ef einungis er óskað eftir því að hægja á gangi tímans er ráðlagt að ferðast nálægt Ijóshraða. Þeir sem vilja hins vegar stöðva tímann algerlega ættu aö bregða sér út í hin dularfullu svarthol geimsins. En þeim sem vilja hafa minna við en kjósa þó alleina að lifa ögn hægar skal hins vegar bent á að snúa framþróun mannsins á haus og fara að dæmi forfeðranna; lifa meir eftir litla vísinum en þeim stóra, best væri þó að haga lífinu eftir Ijóssins úri og lofa að koma á fund þegar sólina ber í Gatklettinn en alls ekki ef það verður skýjað! Bjarni Guömarsson 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 itnn np-nn n^-nn nu-nn nc-nn nn nn n7-nn nn-nn nq-nn m-nn 11-nn ip-nn iq-nn m nn iq-nn iR-nn 17-nn iR-nn iq-nn pn-nn Pi-nn pp-nn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.