Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 18
Frikki með konunum í Kaupfélaginu; frá vinstri: Adda, Alma og Lena. ÞÚ FÆRÐ ALLT í KAUPFÉLAGINU Nýjasti veitingastaöur höfuöstaöarins er Kaupfélagið við Laugaveg 3, þar sem Búnaöarbankinn var áður til húsa um árabil. Maöurinn á bakvið staðinn er þúsundþjlasmiöurinn Friðrik Weisshappel, en eins og hann útskýrir er veitingastaður í raun alls ekki réttnefni á því hvað Kaupfélagið er. „Það er ekki hægt að opna stað með þessu nafni án þess að hann sé líka verslun enda er Kaupfélagið allt í senn matsölustaður, bar og flottasta gjafavörubúð landsins,” segir kaupfélagsstjórinn brattur og fullyrðir að þar veröi á boðstól- um vörur sem fást hvergi annars staðar á íslandi. „Þá er ég að tala um 500 til 600 hluti eins og Tiffany’s bókamerki, antiksilfur, gömul mjög verðmæt armbandsúr, lampa, tekk og ýmsar aðrar vörur eftir allt frá óþekktum hönnuðum til þekktustu hönnuöa heims á borð við Ray og Charles Eames." Að sögn Frikka er tilgangurinn með þessu ekki síst sá að vera með fallega muni sem gleðja augaó en hver hlutur er sérvalinn inn í verslunina og keyptur af fagfólki í þessum fræðum, meóal annars í London og New York. „Þetta er konseptstaður sem á sér engan líka annars staðar. Ég var orðinn þreyttur á stöðum þar sem kúnninn fær ekkert annað fyrir sinn snúð en sprittkerti á borðið og er svo rukkaður um 200 kall fyrir kaffið.” Og Frikki lætur ekki sitja við orðin tóm heldur bryddar uppá ýmsum nýjungum til þess að hlúa að gestum sínum og gera Kaupfélagsheimsóknina sem ánægjulegasta. Á staðnum ertil dæmis sérstakt make-up herbergi með þremur básum, þannig að nú þurfa stúlkurnar ekki lengur að þerjast um plássið fyrir framan spegilinn inni á klósetti, sem vel á minnst eru staðsett í gömlu þankahvelfingunni. Önnur nýjung er sex fartölvur með þráðlausri nettengingu svo hægt er að senda e-mail, líta á netið eða klára viðskiptaáætlunina yfir hádegismatnum (í boði er breyti- legur fjögurra rétta matseðill þar sem enginn réttur kostar meira en 1.000 krónur). En svona staður er ekki neitt án góðrar áhafnar og það veit Frikki vel. „Tónlistarstjóri er Margeir Ingólfsson og svo er ég ótrúlega hamingjusamur með að hafa fengið til liðs við mig þær Öddu, Ölmu og Lenu, sem eru ekki þara fallegar stúlkur heldur frábærlega glaðar, brosmildar og þjónustulundaðar.” jk 16 SKÝ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.