Ský - 01.12.2001, Page 18

Ský - 01.12.2001, Page 18
Frikki með konunum í Kaupfélaginu; frá vinstri: Adda, Alma og Lena. ÞÚ FÆRÐ ALLT í KAUPFÉLAGINU Nýjasti veitingastaöur höfuöstaöarins er Kaupfélagið við Laugaveg 3, þar sem Búnaöarbankinn var áður til húsa um árabil. Maöurinn á bakvið staðinn er þúsundþjlasmiöurinn Friðrik Weisshappel, en eins og hann útskýrir er veitingastaður í raun alls ekki réttnefni á því hvað Kaupfélagið er. „Það er ekki hægt að opna stað með þessu nafni án þess að hann sé líka verslun enda er Kaupfélagið allt í senn matsölustaður, bar og flottasta gjafavörubúð landsins,” segir kaupfélagsstjórinn brattur og fullyrðir að þar veröi á boðstól- um vörur sem fást hvergi annars staðar á íslandi. „Þá er ég að tala um 500 til 600 hluti eins og Tiffany’s bókamerki, antiksilfur, gömul mjög verðmæt armbandsúr, lampa, tekk og ýmsar aðrar vörur eftir allt frá óþekktum hönnuðum til þekktustu hönnuöa heims á borð við Ray og Charles Eames." Að sögn Frikka er tilgangurinn með þessu ekki síst sá að vera með fallega muni sem gleðja augaó en hver hlutur er sérvalinn inn í verslunina og keyptur af fagfólki í þessum fræðum, meóal annars í London og New York. „Þetta er konseptstaður sem á sér engan líka annars staðar. Ég var orðinn þreyttur á stöðum þar sem kúnninn fær ekkert annað fyrir sinn snúð en sprittkerti á borðið og er svo rukkaður um 200 kall fyrir kaffið.” Og Frikki lætur ekki sitja við orðin tóm heldur bryddar uppá ýmsum nýjungum til þess að hlúa að gestum sínum og gera Kaupfélagsheimsóknina sem ánægjulegasta. Á staðnum ertil dæmis sérstakt make-up herbergi með þremur básum, þannig að nú þurfa stúlkurnar ekki lengur að þerjast um plássið fyrir framan spegilinn inni á klósetti, sem vel á minnst eru staðsett í gömlu þankahvelfingunni. Önnur nýjung er sex fartölvur með þráðlausri nettengingu svo hægt er að senda e-mail, líta á netið eða klára viðskiptaáætlunina yfir hádegismatnum (í boði er breyti- legur fjögurra rétta matseðill þar sem enginn réttur kostar meira en 1.000 krónur). En svona staður er ekki neitt án góðrar áhafnar og það veit Frikki vel. „Tónlistarstjóri er Margeir Ingólfsson og svo er ég ótrúlega hamingjusamur með að hafa fengið til liðs við mig þær Öddu, Ölmu og Lenu, sem eru ekki þara fallegar stúlkur heldur frábærlega glaðar, brosmildar og þjónustulundaðar.” jk 16 SKÝ

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.