Ský - 01.12.2001, Blaðsíða 23
20 SKÝ Ljósmynd: PÁLL STEFÁNSSON
Valdimar Orn Flygenring er töffari. Maður sem er búinn að
reyna margt og fara víða. Lenda í mótorhjólaslysum, safna
örum og hanga á auglýsingaskiltum í Ameríku. Óhræddur,
fumlaus og hlýr. Valdimar er fastráðinn leikari við Þjóðleik-
húsið þar sem í vetur má sjá hann brillera í Vatni lífsins,
Laufunum í Toscana og Cyrano, skoplegum hetjuleik.
Miklabraut í Reykjavík (1959-1964) Fyrsta heimilið mitt var í húsinu hjá afa og ömmu.
Þar náði ég í fyrsta örið, sem hefur svo vaxið með mér, þegar ég skar mig á Maltflösku í
risskápnum heima. Það var dálítið magnað að sjá sveitabæinn Klambra á Miklatúninu út
um gluggann.
Álftamýri í Reykjavík (1964-1974) Neðsta blokkin í Álftamýrinni. Staður sem í mínum
huga er alltaf „dalurinn heima” þótt erfitt sé að benda á heila blokk í því samhengi. Svo
heillaður var ég af nýju heimkynnunum að ég samdi Ijóó þeim til dýrðar: Dalurinn heima
er stigagangurinn í Álftamýri sex. Húsdýrin; páfagaukar og gullfiskar. í blokkinni eignað-
ist maöur vini til lífstíðar, fólk sem maður spyr ennþá frétta eftir þrjátíu ára fjarveru og
fylgir til grafar þegar þar að kemur eða öfugt. Þarna kyssti maður Itka fyrstu stelpurnar.
Svonefnd „Ástarbraut” lá þarna milli hverfa en þangað fór maður með dömurnar og spark-
aði í Ijósastaura til að fá dempaða og viðeigandi birtu. Þá hafði maður sýnt bæði hetju-
dáð og ótrúlegan töffaraskap þannig að þær stóðu opinmynntar eftir og voru kysstar í kaf.
Fýlshólar í Reykjavík (1975-1979) Foreldrar mínir tóku ákvörðun um að flytjast í Breið-
holtið á unglingsárum mínum og auðvitað var ætlast til þess að ég færi með. Ég stoppaði
þó stutt við heima og kaus frekar að vera á vergangi, enda nóg annað að gera en að vera
heima á þessum árum. Ég ráðlegg foreldrum unglinga að pæla f því með krökkunum hvert
á að flytja. Hólahverfið var þrátt fyrir allt frábært hverfi og ég hafði gott af þessu brölti,
harðnaði aðeins. Sennilega hafa foreldrar mínir verið með snert af samviskubiti því þeir
leyfðu okkur strákunum í Flugeldarokksveitinni að æfa inni í sjálfu húsinu. Fyrsta mótor-
hjólið mitt eignaðist ég í Fýlshólunum, sautján ára gamall, en hætti slíkum akstri sautján
árum síðar, þá búinn aó lenda í fimm slysum. Stundaði svo nám við MH og náði í síðustu
„molana” af hippamenningunni þar. Síðan hef ég farið allan hringinn, frá hippamennskunni
yfir í pönk, svo rokkið og allt þar á milli.
Costa Rica í Miö-Amerfku (1979) Tvítugur fór ég sem skiptinemi til Costa Rica, en þaó
ævintýri væri efni í heila bók. Bjó hjá kaffiplantekrubónda í fjöllunum og við ömurlegan
húsakost í niðurníddu fátækrahverfi. Flosnaði reyndar upp af þremur heimilum þar í landi
á rúmum sex mánuðum. Fólkið var trúlega ágætt, það var bara rosalegt vesen á mér,
enda mjög erfitt fyrir ungan mann sem kemur úr skandinavísku, frjálsu umhverfi að negla
sig niður í kúgað Mið-Ameríku fjölskylduumhverfi. Ég lærði að treysta á sjálfan mig í Costa
Rica og náði reiprennandi tökum á spænskunni. Var meira að segja farinn að dreyma á
spænsku og vissi hvað innyflin hétu. Innfæddir héldu mig vera frá Panama vegna hreims-
ins. Eftir hálft ár stakk ég af og fór á puttanum til New York í gegnum Hondúras,
Guatemala og Mexíkó og var matvinnungur með söng og gítarspili. Mútaði svo
landamæravörðunum í Costa Rica með því að lofa að kjafta ekki frá hversu léleg skipta-
nemasamtök væru í landinu. Þetta var skuggalegt ævintýri, en ég hvarf meðal annars í
þrjár vikur og lágu fyrirspurnir um mig í sendiráðinu. Þetta var upphafið á löngum ferli sem
endaði ekki fyrr en 1989.
Grettisgata, Egilsgata, Ránargata og Suóurgata (1980-1985) Byrjaði í Leiklistarskólan
um 1980 og var í sambúð, frekar af vilja en mætti. Þetta var heljarinnar óreglutími, ég
flutti ört milli húsa og því rennur þessi tími dálítið saman. Segja má að ég hafi tekið mína
dýpstu niðursveiflu hvað varðar djamm og óreglu þarna í miðbænum. í kringum 1985 var
ég fenginn í hina „frægu” Calvin Klein-auglýsingu sem mér fannst á sínum tíma beeði
óraunveruleg og óþægileg lífsreynsla. Lenti í því eins og margir fleiri að vera kippt úr Leik-
listarskólanum og málaður upp sem aðalstjarnan í hópnum. Ég vildi ekki gera mikið úr
þessu og fannst gott þegar athyglin dvínaði. Náði að láta þetta skipta mig litlu og það