Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 6

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 6
Gefið út annan hvern mánuð fyrir farþega Flugfélags íslands og aðra íslendinga. ANNA KRISTINE HEFUR ORÐIÐ... SKÝ 6 ...fyrir uppljómun. Hún hitti mann sem vakti hana til vitundar um hina stöðugu leit að lífshamingju. "Ef eitthvað vantar í líf þitt, ert það sennilega þú..." Þetta ertitill á bóksem Guðni Gunnarsson lífsráðunautur í Los Angeles vinnur að. Guðni var fyrsti einkaþjálfari íslands og hann er maðurinn sem stjörnurnar í Hollywood, forstjórar stórfyrirtækja og almenningur leitar til. I viðtali við Guðna hér í blaðinu segir hann að við séum öll að leita að því sama: Okkur sjálfum. í öðrum greinum þessa blaðs má líka lesa um marga sem virðast týndir. Madonna virðist vera að leita að sjálfri sér. Hún hefur afsalað sér kaþólskri trú sinni og aðhyllst kabbalah-trúarbrögð Gamla testamentisins. Fleiri auðugar stórstjörnur gera slíkt hið sama. Söngstjarnan Britney Spears er hætt að vera baptisti og hyggst ganga þvert gegn uppeldi sínu og giftast að hefð kabbalah. En út á hvað gengur kabbalah og hvers vegna ganga liðsmenn hennar með rautt band um úlnliðinn? Við kynn- umst hugmyndafræði kabbalah í blaðinu ... íslenskir stjórnmálamenn eiga það á hættu að týna sjálfum sér þegar þeir komast! ráðherra- sæti. Þá fá þeir aðstoðarmenn og hærra kaup og finnst erfitt þegar þeir breytast aftur í óbreytta þingmenn. íslenskir stjórnmálamenn líta á ráðherradóm sem æðstu verðlaun íslenskra stjórnmála, en það mun ekki eins algengt á Norðurlöndunum, eftir því sem dr.Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræðum segir. Hann, ásamt formönnum samtaka ungra sjálfstæðismanna og félagi framsóknarmanna, spáir í spilin um verðandi ríkisstjórn. Edda Heiðrún Backman leikkona er hins vegar ekki týnd. Hún hefur fundið sig á nýjum vettvangi þar sem hún þreytir frumraun sína sem leikstjóri í leikritinu "Svik". Verkið fjallar um ástina, heiðarleikann og óheiðarleikann og leikstjórinn spyr í lok viðtalsins: „Hvern erum við að svíkja með svona framkomu? Okkur sjálf." Við virðumst flest vera týnd á einhvern hátt. Er ekki sorglegt að við skulum hlaupa fram úr okkur sjálfum í leit að meiri peningum, meiri hamingju og meiri lífsgæðum, þegar við þurfum í raun ekki að gera annað en að horfast í augu við okkur sjálf og okkar innri mann? Sættast við okkur sjálf og fyrirgefa okkur sjálfum. Hamingjan býr hvergi nema innra með okkur. Æðruleysið er það sem getur gert okkur hamingjusöm, en eftir því sem Guðni Gunnarsson segir hér í blaðinu er æðruleysi aldrei meðfætt. Það þarf að vinna að því að öðlast hugarró og æðruleysi. Lykillinn að hugarró er örugglega sá að hafa vilja og getu til að fyrirgefa sjálfum sér. Guðni Gunnarsson sagði við mig orð sem hafa sest að í huga mér. Mig langar að deila þeim með ykkurtil umhugsunar: „Sálirnar eru saklausar en ekki persónan og hegðun hennar.Viðhorfið verður að egóinu og það er skilyrt. Sálin er saklaust Ijós. Ef við getum horft framhjá hegðun og sjáum bara sálina getum við auðveldlega fyrirgefið." cármo/ 'Kri&tine- Útgefandi: Heimur hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Anna Kristine Magnúsdóttir Útlitshönnun: Helga Guðný Ásgeirsdóttir Ljósmyndir: Páll Stefánsson Stöð 2 & úr einkasöfnum Pennar: Auður Haralds Erna Margrét Kristján Jónsson Lízella Magnús R. Einarsson Róbert Traustason Sesselja Bjarnadóttir Sif Arnarsdóttir Vilmundur Hansen Auglýsingastjóri: Vilhjálmur Kjartansson Framleiðslustjórn: Helga Guðný Ásgeirsdóttir Prentun: Oddi hf. Rítstjórn og auglýsingar: Borgartúni 23, 105 Reykjavík, s. 512 7575. Dreifing: Heimur hf. s. 512 7575 netfang ritstjóra: annakm@heimur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.