Ský - 01.08.2004, Qupperneq 10

Ský - 01.08.2004, Qupperneq 10
l'X’ «nk ■■ «■ SKÝ 10 síspurði Símon frænda sinn hvað hann væri að malla, en Símon var ekkert á því að upplýsa þessa smástráka um það. Sigmar spurði hins vegar einskis. Þegar Símon brá sér frá, steig Sigmar upp á eldhússtól, opnaði lokið á bruggpottinum og sagði: „Þetta er allt í lagi Hjalli, þetta er bara súpa!" Jón segir Sigmar alltaf hafa lag á að finna út úr hlutunum og leysa þá á sinn hátt og segir eftirfarandi sögu í því sambandi: „Einhverju sinni þegar Sigmar var barn, lá hann á sjúkrahúsi. Hann tók eftir því að nokkrir strákar komu, fóru í ákveðna viðkvæma aðgerð á þvagfærum og fóru fljótt aftur. Eitt sinn spurði Sigmar strák, sem var nýkominn á spítalann, hvað væri að. Strákurinn var eitthvað afundinn og vildi ekki svara. Þá sagði Simmi: „Ég veit hvað er að þér. Það er eitthvað að typpinu á þér, en það er allt i lagi. Það verður bara skorið af þér á morgun, það er alltaf gert..." Sigmar Vilhjálmsson hefur aldrei átt erfitt með að tjá sig, eftir því sem kemur fram hjá viðmælendum blaðsins. Þannig segir Egill Fannar, æskuvinur hans, frá því að eitt sinn þegar þeir vinirnir voru í sumar- búðum á Eiðum hafi presti einum þótt þeir með fullmikil læti á kvöld- vökunum: „Presturinn bað alla í salnum að greiða atkvæði um hvort hann ætti að senda okkur upp á herbergi eða lofa okkur að vera með fimm mínútna "show" í lok hverrar vöku. Prestinum til ama vildi meiri- hlutinn "showið". Þegar Sigmar fluttist til Svíþjóðar á unglingsárunum sendum við á milli okkar segulbandsspólur sem við höfðum talað inn á. Oftar en ekki var Simmi með leikrit, þar sem hann sá um að leika allar persónur með mikilli raddbreytingu, eða hann þóttist vera með útvarpsþætti og talaði í 90 mínútur um allt og ekkert við sjálfan sig. Hann er því á hárréttri hillu í lífinu," segir Egill Fannar. Þegar Sigmarflutti til Reykjavíkur átti hann Subaru Justy, "skelfilegan, eldgamlan, rauðan bíl" segir Egill Fannar: „Bíllinn var með spoiler og sóllúgu, en þegar stelpurnar spurðu Simma hvernig bíl hann ætti svaraði hann án þess að hika: „Rauðan, japanskan, fjórhjóladrifinn sportbíl með spoiler og topplúgu. Hann getur nefnilega alltaf bjarg- að sér án þess að Ijúga!" Sigmar virðist ekki hafa marga galla - og þeir sem nefndir eru til sögunnar flokkast varla undir galla: „Hann getur virkað svolítið stuðandi á fólk, enda er hann svo hugmyndaríkur að það heyrir stundum til vandræða," segir Jóhannes samstarfsmaður hans. „Hei Jói, ég var að fá hugmynd!" er setning sem ég hef heyrt daglega í sex ár. Hann er skapmikill og getur verið fljótur upp, en hann er jafnfljótur niður aftur og á auðvelt með sættir. Hann þolir ekki óstundvísi og leti og lætur menn óspart heyra það ef honum finnst þeir ekki standa sig. Simmi á það líka til að fara lítillega fram úrsjálfum sér, en þá setur hann bara í fjórða gír og nær sér aftur..." Undir orð Jóhannesar um að Sigmar eigi auðvelt með sættir, tekur Helgi Halldórsson: „Fyrstu ár hans í Egilsstaðaskóla varð hann alltaf mjög bljúgur ef hann gerði eitthvað af sér og langoftast var hann fljótur að biðjast fyrirgefningar á því sem hann hafði gert. Hann var fljótur að viður- kenna ef hann hafði brotið af sér, en það var helst að illa gengi að fá hlutina á hreint ef félagi var með honum í för. Þá var reynt að strögla svolítið og ég sé fyrir mér stríðnisvipinn á þeim Sigmari og Agli vini hans þegar ég var að yfirheyra þá!" Einar bróðir hans segir að þótt mikið hafi stundum gengið á milli yngstu bræðranna á heimilinu hafi Sigmar "snemma náð að stilla skopskyn sitt og glaðværð þannig að félli réttu megin við passlegu mörkin að bestu manna yfirsýn. Sú stilling virðist mér prýða vel minn elskulega bróður í dag, sem ótvírætt hefur vaxið upp úr viðurnefninu "litli bróðir" bræðra sinna í ýmsum skilningi." Jón S. Guðnason segir ótal skemmtilegar uppákomur hjá Sigmari og bræðrum hans minnisstæðar sér og Þórdísi konu sinni og þrátt fyrir gamansemi Sigmars sé stutt í alvöruna hjá honum: „Það kom vel í Ijós þegar hann stofnaði fjölskyldu og eignaðist barn," segir Jón. „Hann hefur mjög í heiðri góð gildi og er samviskusamur, traustur og hlýr heimilismaður og faðir sem lætur sér mjög annt um sitt fólk." Skólastjórinn hans, Helgi Halldórsson, segist alltaf hafa verið viss um að Sigmar ætti eftir að bjarga sér í framtíðinni, en hafi hins vegar átt erfitt með að átta sig á hvað yrði fyrir valinu: „Það var ekki fyrr en á menntaskólaárunum sem maður sá hvert stefndi," segir hann. „Það verður að segjast eins og er að við kennarar hans höfum verið ákaflega stolt af honum og ekki hvað síst fyrir hve vel máli farinn hann er og veit ég að það er uppeldinu og að einhverju leyti okkur að þakka. Hann er trúr uppruna sínum og enginn Egilsstaðabúi fyrr né síðar hefur komið bæjarfélaginu eins vel á kortið hjá ungu fólki eins og Sigmar." Það er greinilegt að Sigmar Vilhjálmsson er sönn manneskja og það sem við sjáum á skjánum sýnir hans innri mann: „Eftir sex ára tvíburasamstarf með þeim rauðhærða tel ég mig lán- saman að hafa haft hann mér við hlið. Við hófum leikinn sem vinnu- félagar, en í dag erum við fyrst og fremst góðir vinir og betri vin er vart hægt að hugsa sér," segir Jói, samstarfsfélagi hans. Og við lofum eiginkonunni, Bryndísi Björgu, að eiga lokaorð þessarar nærmyndar af Sigmari Vilhjálmssyni - Simma í Idol: „Þegar við Simmi byrjuðum að vera saman hafði hann lagt spjótið á hilluna, stundaði sitt nám og vann sem helgarstarfsmaður á útvarpsstöðinni Mono. Hann sagði mér fljótlega að hann stefndi að því að fá fastráðningu hjá Norðurljósum. Það tókst tveimur mánuðum síðar. Hann stefndi að því að vinna í sjónarpi. Það tókst. Það kemur mér ekki á óvart að honum hafi tekist það sem hann stefndi að því hann er metnaðarfyllsta manneskja sem ég þekki, mjög skipulagður og duglegur. Simmi er uppátækjasamur og mjög hugmyndaríkur. Hann er einlægur, vinur vina sinna, ákveðinn og auðvitað einstaklega myndarlegur. Hann er heimakær maður sem elskar að vera í faðmi fjölskyldunnar og nýtur þess að vera með Einari Karli syni okkar. Það er frábært að fylgjast með þeim feðgum, sérstaklega þegar sá stutti kemur með sömu takta og pabbi sinn! Ef Simmi væri ekki sjónvarpsmaður, sæi ég alveg fyrir mér að hann myndi una sér sem kennari.' 'vL*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.