Ský - 01.08.2004, Side 12

Ský - 01.08.2004, Side 12
Spád ■ 15. SEPTEMBER 2004 Dagsetningin 15. septennber hefur hljómað æ oftar í dægurmáiaumræðunni á undanförnum vikum og mánuðum. Kannski ekki að undra því legið hefur fyrir að Davíð Oddsson muni hverfa úr forsætisráðuneyti þar sem hann hefur haldið um taumana síðan vorið 1991. Við tekur Halldór Ásgrímsson eins og kunnugt er og Sigríður Anna Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki, verður umhverfisráðherra í stað Sivjar Friðleifsdóttur sem fær hvíld frá ríkisstjórninni. Þessar breytingar liggja nú fyrir, einn ráðherra lætur af störfum, Siv, og einn nýr tekur til starfa, Sigríður. En þeirri spurn- ingu sem flestir veltu fyrir sér hefur nú verið svarað. Hvað skyldi Davíð gera? Jú hann verður utanríkisráðherra í stað Halldórs. SKÝ 12 MANNASKIPTI, EKKI STEFNUBREYTING Ólíklegt er að einhverjar stefnubreytingar verði hjá ríkisstjórninni þó að forsætisráðuneytið færist á milli flokka, að mati dr. Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við HÍ. Þó á hann von á því að Davíð Oddsson gæti orðið nokkuð frábrugðinn Halldóri Ásgríms- syni í utanríkisráðuneytinu: „Auðvitað er það þannig að Davíð er með nokkuð öðruvísi áherslur í Evrópumálum heldur en Halldór. Utanríkisráðherrann býr til dag- skrána í utanríkismálum, hvað er verið að ræða, hvaða mál eru í sviðsljósinu og svo framvegis. Mér finnst líklegt að Davíð, sem er mjög eindreginn Evrópuandstæðingur, muni hafa áherslurnar þannig að þær áherslur verði í forgrunni, á meðan Halldór var meira í því að reyna að opna málið. Halldór var til dæmis með útspil í Þýskalandi hér um árið, þar sem hann gaf í skyn að hugsanlega væri hægt að semja við Evrópusambandið um fiskveiðistjórnunarkerfið. Hann var að reyna að opna Evrópumálin og ég tel engar líkur á því að Davíð muni reyna einhverja slíka leiki. Ekki það að þetta hafi skil- að miklu svo sem því reynt hefur verið að forðast átök um þetta mál og ég á ekki von á breytingu í þeim efnum. í heildina litið verða því litlar stefnubreytingar hjá ríkisstjórninni enda liggur stjórnarsáttmáli fyrir, þó svo að þeir sáttmálar séu aldrei mjög ítarlegir. Ég get ekki heldur séð að breytingarnar sem verða með umhverfisráðuneytinu muni hafa stefnubreytingar! för með sér. Aðalatriðið er að þarna eru mannaskipti á ferðinni, frekar en einhver ný stefna hjá stjórninni enda er þetta sama stjórnin, með sömu flokkum."

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.