Ský - 01.08.2004, Síða 14

Ský - 01.08.2004, Síða 14
SKÝ 14 Nú liggur auðvitað stjórnarsáttmáli fyrir, en telurðu að fólk megi eiga von á einhverjum áherslubreytingum hjá ríkisstjórninni eftir að Framsókn tekur við forsætinu? „Eins og þú bendir réttilega á liggur fyrir stjórnarsáttmáli þar sem meginmarkmið ríkisstjórnarinnar eru sett fram. Það verður því engin kúvending á stefnu stjórnarinnar. Það fylgja því hins vegar alltaf áherslubreytingar þegar nýr forsætisráðherra tekur við embætti. Það skiptir því miklu máli hver það er sem leiðir ríkisstjórn. í þessu sam- bandi tel ég sérstaklega mikilvægt að þingmenn og forystumenn Sjálfstæðisflokksins tryggi það að gengið verði til þeirra skattalækk- ana sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Þótt sumar þeirra hafi þegar gengið í gegn eru veigamiklar skattalækkanir eftir sem munu skipta almenning í landinu miklu máli. Sjálfstæðisflokkurinn má hvergi hvika í þeim efnum." Heldurðu að það skipti hinn almenna sjálfstæðismann máli hvort flokkurinn sé með forsætisráðuneytið eða ekki? „Já, ég held að það skipti miklu máli í huga sjálfstæðismanna hvort flokkurinn leiði ríkisstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar og því eðlilegt að hann sé áhrifamikill í íslenskum stjórnmálum. I samræmi við þetta hefur Sjálf- stæðisflokkurinn nú leitt ríkisstjórn í þrettán ár. Samstarfið við núver- andi samstarfsflokk hefur verið gott og í því Ijósi er niðurstaðan um að Framsóknarflokkurinn taki við forsætisráðuneytinu viðunandi. Því má svo ekki gleyma að þótt forsætisráðuneytið verði í höndum fram- sóknarmanna munu sjö reynslumiklir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja í ráðherrastólum. Sjálfstæðismenn munu því eftir sem áður leika lykilhlutverk við stjórn landsins. Því eins og ég sagði áðan, þegar allt kemurtil alls, eru það ekki völdin og það hver situr í hvaða ráðherra- stól sem skiptir máli heldur sú stefna sem ríkisstjórnin beitir sér fyrir og sá árangursem hún nær. Ríkisstjórn Islands, hver sem hana leiðir, á að mínu mati að beita sér fyrir áframhaldandi skattalækkunum, einkavæðingu og auknu frelsi almennings á Islandi." Nokkur umræða hefur farið fram um titring í stjórnarsamstarfinu. Sérðu fyrir þér að stjórnin sitji út kjörtímabilið? „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að stjórnin sitji út kjörtímabilið. Þótt einhver blöð hafi nánast daglega spáð falli ríkisstjórnarinnar held ég að slík umfjöllun hafi frekar ráðist af óskhyggju en raunhæfu mati á aðstæðum. Það blasir hins vegar við að það hefur reynt á forystu- menn stjórnarflokkanna og samstarf þeirra. En þeir hafa unnið vel saman og getað leyst þau mál sem upp hafa komið. Ég geri ráð fyrir að þannig verði það áfram út kjörtímabilið." MATTHIAS IMSLAND: RÍKISSTJÓRN HALLDÓRS VERÐUR VELFERÐARSTJÓRN Ráðherrum Framsóknar mun fækka um einn þann 15. september. Áttu von á því að deilurnar innan flokksins undanfarið muni hafa varanleg áhrif á flokkinn? „Umræðan í Framsóknarflokknum undanfarnar vikur hefur haft mikil áhrif, ekki bara á Framsóknarflokkinn heldur um allt samfélagið. Það hefur í kjölfar ákvörðunar þingflokks Framsóknarflokksins orðið ákveðin jafnréttisvakning í samfélaginu sem er mjög af hinu góða. Konurnar og jafnréttissinnar í Framsóknarflokknum vilja að þessi bar- átta skili sér svo um munar í innra flokksstarfinu, þannig má búast við fleiri framboðum kvenna í stjórnir félaga, kjördæmasambanda og jafnvel á fleiri vígstöðvum." Boðaðar hafa verið breytingar síðar á kjörtímabilinu. Hvað sérðu fyrir þér í þeim efnum? Koma einhverjir nýir ráðherrar til greina hjá Framsókn? „Ég sé fyrir mér að ákveðnar breytingar gætu átt sér stað síðar á kjörtímabilinu. Það er að verða gríðarleg vakning innan Framsóknar- flokksins um mikilvægi höfuðborgarsvæðisins og eru menn almennt sammála um að uppbyggingin þurfi að eiga sér stað í Reykjavík. I Félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður hefurtil að mynda orðið gríðarleg fjölgun félagsmanna undanfarna mánuði og það mæta vel yfir 100 manns á flestar uppákomur sem eiga sér stað. Ég held að þessi áhersla þurfi að endurspeglast í ráðherravali flokksins; þannig myndi ég vilja sjá bætt við ráðherra af höfuðborg- arsvæðinu siðar á kjörtímabilinu. Það er líka mikilvægt fyrir flokkinn að sýna breidd, með sterka, vel menntaða ráðherra." Nú liggur auðvitað stjórnarsáttmáli fyrir, en telurðu að fólk megi eiga von á einhverjum áherslubreytingum hjá ríkisstjórninni eftir að Framsókn tekur við forsætinu? „Já, ég á von á áherslubreytingum, það hefur verið gríðarlegur hag- vöxtur á íslandi og ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ertrúlega besta og öflugasta ríkisstjórn síðustu aldar. Þó hefur mörg- um framsóknarmanninum þótt Sjálfstæðisflokkurinn ákveðinn drag- bítur á góð verk ríkisstjórnarinnar með afturhaldssemi. Einnig hafa ákveðnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins komist upp með óábyrgt tal og ákveðna rökleysu í þjóðfélagsumræðunni. Til að mynda þegar ríkisstjórnin var búin að ákveða að fara ! undirbúning skattalækkana í kjölfar kjarasamninga, komu nokkrir þingmenn flokksins með furðulegar yfirlýsingar þegar fyrsti kjarasamningurinn af mörgum lá fyrir. Reyndar var ekki einu sinni búið að samþykkja hann af félags- mönnum. Slíkt hefur dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og því þarf að linna. Ég hef trú á því að ríkisstjórn Halldórs Ásgrímsson- ar verði velferðarstjórn, það er mikilvægt að tryggja frelsi einstakl- inganna en ekki á kostnað grunnöryggisnets samfélagsins." Heldurðu að það skipti hinn almenna framsóknarmann máli hvort Framsókn sé með forsætisráðuneytið eða ekki? Af hverju? „Ég held að það skipti gríðarlegu máli fyrir hinn almenna flokksmann að Framsóknarflokkurinn hafi forsætisráðuneytið, það hefur verið ákveðin þreyta með forystuhlutverk Sjálfstæðismanna, ekki bara meðal framsóknarmanna heldur almennt í samfélaginu. Framsóknar- flokkurinn er flokkur fjölskyldunnar og fólksins í landinu, flokkur skyn- semi og festu. Flokkurinn byggist á sterkri hugmyndafræði sem gengur út á það að tryggja velferð í samfélaginu, velferð byggða a því að einstaklingarnir og fyrirtækin fái að njóta sín til fullustu og skila þannig arði til samfélagsins, en þetta má hins vegar ekki vera á kostn- að náungans. Það skipta allir einstaklingar sem byggja samfélagið máli hjá Framsóknarflokknum." 'Kn&tján Jám&an er <st/ómmálafrseóinemi &emfylffi&t graruvt með stjánimálaumrseðunm í landinu.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.