Ský - 01.08.2004, Page 18

Ský - 01.08.2004, Page 18
A* fvemst LOFTSSAGA HARÐAR TORFA Hann er endalaus uppspretta hugmynda. Hann virðist ódauðlegur — í það minnsta óþreytandi. Enn á ný fyllti hann tónleikasali í september; í þetta sinn í Austurbæ. Þetta var í 28. skiptið sem hann hélt sína árlegu hausttónleika. Hörður Torfa hefur skapað ómótstæðilega karaktera í Ijóðum sínum og söngvum og nú er hann enn á ný kominn með nýja plötu, Loftssögu, sem er þó aðeins einn kafli í fimm þátta ævintýrinu „Vitinn”. SEM ER HVAÐ? Síðan ég var rúmlega fertugur hafa ýmsir menn komið til mín og viljað skrifa ævisögu mína en ekkert orðið úr sennilega vegna þess að mig hefur skort áhuga og tíma til að sinna verkefninu. Eg fór samt að eiga við hugmyndina og úr varð Ijóðið Vitinn sem ég gaf út í Ijóðabókinni YRK. Það er grunntónn ævintýrsins. Ævintýrið Vitinn skiptist í fimm meginþætti: Eld, Loft, Jörð, Vatn og Vitann. Ævintýrið er byggt á . minni lífsreynslu og viðhorfum með hæfilega miklum skammti af SKY ; fantasíu og svo er hrært í lyklaborðinu og leikhúsmenntun minni bætt 18 ; inn í lokin. Eldssaga kom út í fýrra og er óður minn til ástarinnar og þeirrar mannréttindabaráttu sem ég hef stundað hér á landi í rúm þrjátíu ár í gegnum söngva mína. Með þeim og framkomu minni hef ég reynt að benda á fjölbreytileika mannlífsins og þá staðreynd að það er pláss hérna handa okkur öllum. Og því litskrúðugra sem mannlífið er, því ánægjulegra lífi lifa einstaklingarnir. HVAÐ ER LOFTSSAGA? Loftssaga er óður minn til leikhússins því ég er menntaður leikari en líkt og teiknari teiknar portrettu á blað bregður leikarinn upp portrettu á sviði. Við getum bent á handlegg, höfuð og búk manns en aðeins talað og skynjað ákveðin einstaklingseinkenni. Allt hið andlega er loftkennt og vandi okkar manna er oftast bundinn í að brúa það og hið veraldlega. Á þessum mörkum verða flestir árekstrar okkar við okkur sjálf og aðra og birtingarmyndirnar geta verið undar- legar, oft við fyrstu kynni hlægilegar en við nánari könnun verða þær grátlegar og svo öfugt. Ælandssöngvar eiga það sameiginlegt að þeir eru í fyrstu persónu þar sem manneskja talar upphátt um líf sitt og viðhorf. Fyrsta Ælandssönginn setti ég á plötu 1975 en það var söngurinn „14 ára." Þá fór að gerjast með mér löngun til að bergmála umhverfi mitt og eðli manneskjunnar. Æland er eyja sem ekki sést ekki berum augum, hversu mjög sem menn stara, til hennar ganga engarferjur, þangað liggja engar brýr og ekki er vitað til þess að þar hafi lent flugvél. Hún finnst ekki á kortum, en gamlar munn- mælasögur herma að hún liggi á flekaskilum hægra og vinstra heilahvels. Hún flýtur einhverstaðar austan við allt og vestan við ekki neitt og jafnvel spölkorn norðar en suðrið. KARAKTERINN í VITANUM SÉR ANDLIT ÖLDUNGSINS SPEGLAST í RÚÐUNNI. ÞÚ ERT NÚ VARLA FARINN AÐ UPPLIFA ÞIG SEM ÖLDUNG? Nei, ekki get ég sagt það en ég eldist eins og aðrir og breytist í takt við það og sama er að segja um flest í kringum mig. Eg á það sameiginlegt með flestum mönnum að vera ungmenni innan í mér, það er líkt og flestir festist andlega um tvítugt. Hugurinn gleymir sér á stundum í djörfum áformum og er minntur á raunveruleikann þegar maður lítur í spegil. Ævintýrið Vitinn er tímalaust í sjálfu sér því þó ég byggi það á reynslu minni þá getur það þessvegna verið um hvern sem er. Það situr hver og einn uppi með sjálfan sig og það kemur að því í lífi hvers einstaklings að hann horfist í augu við sjálfan sig. Ævintýrið er um einstakling sem sættist við að vera það sem hann er og það sem hann hefur. Hann sér aftur og fram fyrir sig í tíma. Hann stendur utan við allt og og fylgist með manneskju hálfvantrúaður á allt sem fyrir ber og reynir margoft að hafa áhrif á líf þessarar manneskju sem hann kannast einhvern veginn mjög vel við en það er samt ekki fyrr en í lokin að honum verður Ijóst að hann hefur verið að fylgjast með eigin lífi. Þetta er eintal, ávarp einstaklings til umheimsins. FINNST ÞÉR KOMINN TÍMI FYRIR LÍFSUPPGJÖR ÞITT EÐA VAR ÞAÐ EINHVER ÖNNUR TILFINNING SEM KALLAÐI FRAM ÞESSA TEXTA? Ég hef alltaf verið í einhverskonar lífsuppgjöri, líkt og verslunarmaður sem gerir upp um hver áramót. Það þarf alltaf að fara yfir lagerinn og skoða stöðuna. Efinn er stór þáttur lífs míns og þar af leiðandi er ég í stöðugri endurskoðun. Og þá kemur sú krafan af sjálfu sér að ég endurmeti aðstöðu mína og umhverfi. SAGAN GERIST Á EYJUNNI Æ OG 1 6 REGLUR HENNAR MINNA SVOLÍTIÐ Á AÐRA EYJU. REGLA NÚMER SJÖ TIL DÆMIS: “HVER SÁ SEM ER STÆRRI OG MEIRI EN ÆLENDINGUR Á EINHVERN HÁTT SKAL UMSVIFA- OG UNDANTEKNINGALAUST SMÆKKAÐUR MEÐ ÖLLUM RÁÐUM.” EITTHVAÐ KANNAST MAÐUR NÚ VIÐ AÐ SLÍK REGLA HAFI VERIÐ í HÁVEGUM HÖFÐ ÞÓTT ÓSKRÁÐ SÉ... Ég leik mér að orðum. Æ er líka I í ensku. Ælendingar eru afskaplega uppteknir af sjálfum sér. Það er samt ekki allt sem sýnist á Ælandi. Það má segja að Ælendingar séu sérfræðingar í flótta frá raun- veruleikanum eða að þeir séu arkitektar þess raunveruleika sem því miður passar ekki alltaf við raunveruleika annarra. Það eru allar mann- eskjur Ælendingur í eðli sínu aðeins mislengi ævinnar og því er ekki að neita að sumir hafa tekið sér bólfestu þar. i

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.