Ský - 01.08.2004, Page 30

Ský - 01.08.2004, Page 30
SKÝ 30 menntaskólann fór ég vestur í Ólafsvík þar sem ég kenndi einn vetur börnum, 8 og 11 ára, þroskuðum sálum og miklum og stórum manneskjum. Þennan vetur safnaði ég krafti og lífsorku og þetta var yndislegur vetur. Eg var óábyrg og ómenntuð úr bænum og við gerðum marga skemmtilega hluti. Eftir að ég kom suður aftur dreif ég mig í inntökupróf í Leiklistarskólanum og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég fann að ég var komin á þann stað sem ég átti að vera á. Mér var ætlað að gera þetta." FYRSTA STIG ÁSTARINNAR Úr fortíðinni förum við aftur í núið. Hvað er það sem heillar hana við að leikstýra? „Það er það að fá að kenna aðferðirnar mínar; að fá að breiða út það sem ég hef lært," svarar hún. „Og auðvitað það að fá að búa til verkið, að hafa sýnina og gera mína sýn að veruleika. Aður er maður eins og litur í málverki en nú verð ég að ákveða hvaða liti ég ætla að nota, raða saman leikhópnum og miðla aðferðunum mínum. Ég hef alltaf haft dálæti á leikriti Harold Pinthers, Svikum, og mér finnst sérkennilegt að það hafi aldrei verið sýnt hér. Þetta er fullorðinsverk fyrir fólk sem hefur farið í gegnum fyrsta stig ástarinnar, fyrsta niðurbrotið kannski ... Mér finnst vanta svona umfjöllunarefni í leikhúsið - um ástina, heiðarleikann og óheiðarleikann og það höfðar á einhvern sterkan hátt til mín og hefur alltaf gert. Þegar Baltasar Kormákur ákvað að framleiða þetta og ég hafði komið með tillögur um framkvæmdina, þá komu Leikfélag Reykjavíkur, leikfélagið „A senunni" og Leikfélag Akureyrar til sögunnar, en þessi þrjú leikfélög standa að sýningunni." Æfingar fóru fram í Borgarleikhúsinu í sumar og leikritið var ekki æft fyrir norðan fyrr en hálfum mánuði fyrir frumsýningu: „Leikstjóri hefur yfirleitt ekki langan tíma á sviði í endanlegri leik- mynd," útskýrir hún. „Það er því eins gott að vera vel undirbúinn og geta séð hlutina fyrirfram! Ég vildi strax fá manninn minn, Jón Axel, til að gera leikmyndina. Baltasar samþykkti það. Það tók Jón Axel nokkra daga að ákveða sig, en að lokum sagði hann já! Jón Axel er mjög sjálfstæður myndlistarmaður og hefur gengið greiðlega inn í þessa vinnu. Mér finnst þetta mjög jákvætt framhald af hans myndlistarvinnu og þetta tengir okkur bara betur saman. Við höfum þekkst í níu ár nú í haust og það er gott að fá svona góðan tima saman. Við eigum dótturina Unni Birnu sem er sex ára og Arnmund Ernst og Brynju sem eru 14 og 15 ára." LEIKSTÝRIR TVISVAR í VETUR Eins og kom fram fyrr í viðtalinu bauð Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri Eddu Heiðrúnu að leikstýra: „í Þjóðleikhúsinu leikstýri ég algjöru draumaverki eftir írsku skáld- konuna Marinu Carr," segir hún. „Það verk er snilldarlega vel skrifað og verður frumsýnt í janúar. Atli Heimir Sveinsson semur tónlistina og mér til fulltingis verða tveir Grikkir sem ég kynntist í fyrra. Þeir sjá um búninga, grímu, smink, aðstoðarleikstjórn, rödd og kóreógrafíu." Þessum Grikkjum kynntist Edda Heiðrún á námskeiði í Svíþjóð í fyrrasumar: „Námskeiðið hét "The Face or Mask of the actor - which is more important?",. Þar sem ég var að fara í rannsókn í lok námskeiðsins var ég ekki alveg sjálfri mér lík, dró mig til hlés og gerðist áhorfandi. Hjá þessum mönnum sat ég allan daginn frá tíu til fjögur og gleymdi mínum aðstæðum. Það fannst mér merkilegt. Þeir unnu á mjög háum listrænum standard, en af svo miklum kærleika að það var bókstaflega heilandi að vera nálægt þeim. I þeirra vinnu sá ég svo margt sem ég hafði verið að velta fyrir mér í gegnum tíðina og því var það kærkomið tækifæri að geta fengið þá til starfa með mér hér heima. Annar þeirra er leikstjóri og hinn grímugerðarmaður og búningahönnuður og ég lít á þetta sem stórt tækifæri til að kynna þá fyrir íslenskum listamönnum - og öfugt. Þeir voru til dæmis með þrjú atriði á Ólympíuleikunum." ÓÞRJÓTANDI UPPSPRETTA Það geislar af Eddu Heiðrúnu þegar hún talar um vinnu sína í vetur: „Listin er heilandi fyrirbæri og það að geta unnið og gleymt sér segir mér að listin er nálæg guði. Listin, trúin og vísindin. Þetta er allt samofið, að vinna list á vísindalegan hátt sýnir manni að þetta er upp- spretta einhvers sem er óþrjótandi, sem er aldrei hægt að klára, eins og guð er og eins og við erum þegar við erum í tengslum við þessa uppsprettu. Þá þarf maður ekkert að óttast. Ég held ég hafi verið örlát í minni list, vegna þess að ég var í nálægð við þessa uppsprettu. Sá sem hefur uppsprettuna innra með sér þarf ekki að hræðast það að gefa. Þessi endalausi brunnur sem hefur verið þarna frá því heimurinn varð til verður þarna ..." HVERN SVÍKJUM VIÐ MEST? Þegar ég spyr Eddu Heiðrúnu hvort hún hefði heldur viljað stíga sín fyrstu skref sem leikstjóri í leikhúsi í Reykjavík, hristir hún höfuðið og svarar: „Mér finnst frábært að sýna hjá Leikfélagi Akureyrar. Mér finnst jákvætt að þunginn sé fluttur frá Reykjavík út á land eins og Þjóðleikhúsið gerði í fyrra. Það þarf ekki að frumsýna allt í Reykjavík," segir hún brosandi og bendir á að sjálf hafi hún tekið þátt í amatörsýningu í Ólafsvík, Leynimel 13: „Mér er hlýtt til minni staðanna. Leikfélag Akureyrar er alveg yndislegt, húsið er orðið svo fallegt og mikill hugur í Magnúsi Geir, nýja leikhússtjóranum. Þetta leggst vel ! mig, það verðurvel um okkur hugsað." Heldurðu að það séu margir sem lifa í þeim blekkingarheimi sem „Svik" mun sýna okkur? „Það má kannski segja að innihaldið í Svikum ætti að vekja okkur til umhugsunar um það að þegar við svíkjum einhvern, svindlum eða bregðumst einhverjum, hvern erum við þá raunverulega að svíkja? Okkursjálf!" *

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.