Ský - 01.08.2004, Síða 34
■•'>•»•«»1 oí;
HEILLANDIHELGARFERÐIR
Roðagyllt borgarvirki. Hvítir tindar Atlasfjalla. Brúðuleikhús í Palermo. Vatíkanið. Ungverskt hand-
verk. Fraegasta nautatorg Spánar. Taurus fjallgarðurinn í bláleitri móðu. Jólaljósin i Vínarborg ...
Þetta er bara brot af því sem íslendingum gefst kostur á að skoða í borgarferðum Úrvals-
Útsýnar í haust og vetur. Það hefur margt breyst í ferðaháttum íslendinga frá því við fylltum
flugvélar í beinu flugi til Dublin fyrir fimmtán árum, þar sem Irar glöddust svo yfir komu okkar
að þeir settu skilti í búðargluggana: „íslendingar velkomnirl”.
SKÝ
34
Nú er öldin önnur. Dublin vissulega enn á sínum stað og ennþá eru
(slendingar velkomnir þangað enda boðið upp á beint flug til borgarinn-
ar. Hins vegar hefur Dublin stækkað og eflst, er orðin að stórborg og fleiri
en (slendingar fylla göturnar þar á vetrarmánuðum. Borgarferðir verða
sífellt vinsælli, enda kjörið tækifæri að skeppa út fyrir landsteinana í þrjá,
fjóra daga, borða góðan mat og njóta menningar stórborganna.
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn er með skipulagðar ferðir til margra spenn-
andi borga í haust og vetur. Þar má nefna hefðbundna aðventuferð til
Vínarborgar, þar sem borgin er Ijósum skrýdd og jólabjöllur óma.
Jólaglögg er selt á götum úti og jólamarkaðir eru um alla borg. Ógleym-
anlegir tónleikar eru haldnir í Vínarborg og flestir sem þangað halda kjósa
að upplifa allavega eina tónleika því það er upplifun sem gleymist seint.
Þótt töluvert sé um að einstaklingar leggi leið sína í borgarferðir eru þær
þó einkum vinsælar hjá fyrirtækjum, saumaklúbbum og í vinahópum.
En hver velur hvert á að fara? Svanhildur Davíðsdóttir, sem starfar við
framleiðsludeild Úrvals-Útsýnarog Helgi Eysteinsson, markaðs- og
sölustjóri ferðaskrifstofunnar, fylgjast vel með því hvaða borgir heilla
sem áfangastaðir í helgarferðum:
„Spurning þín um hvort fimm manns sitji og fái hugmyndir er ekki alveg
út í hött," segja þau. „Við fáum stundum skemmtilegar og áhugaverðar
hugmyndir en þær ganga ekki allar upp. Það eru áhugaverðar borgir um
allan heim sem vert er að heimsækja og stundum verður hugmynd sem
fæðist hér aðeins skot út í loftið en oft fáum við vísbendingar frá almenn-
ingi um hvert vert sé að fara. Við hlustum á hugmyndir og sérsníðum
ferðir, sé þess óskað."
Úrval-Útsýn hefur boðið upp á skipulagðar borgarferðir í 20 ár og eru
þær reglubundinn þáttur í starfseminni:
„Dublin er sívinsæl og afskaplega heppileg borg fyrir helgarferðir. Það má
segja að íslendingar hafi verið brautryðjendur í þessari tegund
ferðamennsku til Dublin, en nú heimsækir fólk af öllum þjóðernum
borgina að vetri til."
En eru tískusveiflur í ferðaháttum íslendinga?
„Á vissan hátt má svara því játandi," segir Helgi. „Sólarlandaferðir á
sumrin halda sínu, en breytingin er sú að þær ferðir eru orðnar styttri, ein
eða tvær vikur. Þær eru yfirleitt fjölskylduferðir, en síðan fara hjón og pör
í borgarferðir að hausti eða vetri. Ferðir (slendinga til útlanda eru því
orðnar fleiri en áður en um leið styttri. Við bjóðum nú í haust upp á skipu-
lagðar borgarferðir til nokkurra nýrra staða, sem slegið hafa í gegn. Þar
ber fyrst að nefna Palermo á Sikiley, (talíu, og og svo Madrid á Spáni. Við
höfðum skipulagt eina ferð til Palermo þann 18. nóvember, en sú ferð
seldist upp þannig að nú höfum við bætt við annarri ferð þangað, 4.
nóvember."
Svanhildur þekkir Spán afar vel og hefur starfað þar sem fararstjóri. Hún
heimsótti Madrid í vor, í fyrstu skipulögðu ferð Úrvals-Útsýnar þangað
og segir borgina hafa komið sér gríðarlega á óvart:
„Madrid er sú borg á Spáni sem íslendingar hafa ekki heimsótt mikið en
hefur upp á allt að bjóða: fegurð, góðan mat og mikla menningu. Leikhús
mannlífsins þar er ólýsanlegt og kaffihúsamenningin þar er ekki síðri en í
Barcelona, sem íslendingar njóta þess að heimsækja."
Spurð hvað það er sem geri borgarferðirnar jafnvinsælar og raun ber
vitni, benda þau á augljósa kosti:
„Það er hollt og gaman að sjá eitthvað nýtt, skipta um umhverfi og
slappa af," svara þau. „Brjóta upp skammdegið og njóta lífsins - og
stundum geta svona ferðir hreinlega verið brúðkaupsferð númer tvö sem
styrkir samband hjóna og para! Kostirnir við að fara í skipulagðar borgar-
ferðir eru ótvírætt þeir að þar gefst fólki kostur á að nýta tímann vel, skoða
áhugaverða staði í fylgd þrautþjálfaðra fararstjóra og gista á góðum og
vel staðsettum hótelum."
Aðrir nýir áfangastaðir Úrvals-Útsýnar í vetur verða Tyrkland og
Marokkó, sem Svanhildur og Helgi segja afar áhugaverða staði. Aðrar
borgir en þær sem fyrr eru nefndar, sem boðið er upp á beint leiguflug
til og eru sívinsælar, eru Róm, Búdapest, Barcelona og Vínarborg,
þangað sem farið er í aðventuferð. En ef þau mættu velja sér eina ferð
sjálf til að fara í - hvaða borg yrði fyrir valinu?
„Ég færi til Palermo á Sikiley," segir Svanhildur án umhugsunar. „Þetta er
staður sem ég þyrfti að hafa fyrir að heimsækja, byðist ekki beint leiguflug
þangað. Þar á ég von á að fá þokkalega gott veður, spennandi mat og
menningu og upplifa skemmtilega ítalska borg. Það mætti jafnvel segja
mér að þar sé hægt að upplifa „Godfather" stemningu ...!".
Helgi segist reyndar hafa áhuga á að heimsækja alla þessa staði, en hans
fyrsta val væri án efa Madrid:
„Spænskur matur og spænsk menning er heillandi og Madrid hefur upp
á allt að bjóða. Hún sefur aldrei og þar er gott næturlíf. Það skiptir engu
máli hvaða dagur vikunnar er eða hvaða tími dags, borgin iðar af mann-
lífi. Madrid er staður þar sem hægt er að hafa mikla unun af að gera ekki
neitt og vera afskaplega upptekinn við það.'