Ský - 01.08.2004, Qupperneq 39

Ský - 01.08.2004, Qupperneq 39
Aðgöngumiðinn kostar jú dollara. Og hver kaupir sér aðgangsmiða fyrir 20 dollara þegar mánaðarlaunin eru 10 dollarar? Addamelis á ítalskan kærasta sem er helmingi eldri en hún sjálf. Þau hafa verið saman frá því að hún var sextán ára og hann þrjátíuogníu. Hún vinhur ekkert en segir mér að hún sé á leiðinni á tölvunámskeið. Hún er mjög efnileg og gæti átt eftir að verða atvinnudansari, það er að segja ef hún giftist ekki útlenskum eiginmanni sínum áður og kemst úr landi sem er hennar æðsti draumur. Komast úr landi, alla- vega í smátíma, kynnast öðrum löndum og öðrum siðum. Misleida er bláfátæk tuttugu og þriggja ára stúlka sem dansar með hópnum. Hún þrælar allan daginn í keramikverksmiðju fyrir 10 dollara á mánuði. Barnsfaðir hennar stóð ekki undir væntingum hennar og á endanum henti hún honum út úr húsum foreldra sinna þar sem þau bjuggu saman með þriggja ára dóttur sinni. Foreldrar hennar passa dóttur hennar alla daga og öll kvöld á meðan hún vinnur og dansar. Dansinn er hennar leið til að láta sér líða vel. Að hreyfa sig í takt við tónlistina og einnig að hitta félagana. Dansinn er líka hennar leið til að tengjast siðum og venjum forfeðranna sem einnig þræluðu alla daga á plantekrum Kúbu undir stjórn spænskra landnema, bara í sýni- legri hlekkjum. Viktor hefur dansað með hópnum í tvö ár og er mjög efnilegur. Hann vinnur fyrir sér með því að ferðast á milli kjötkveðjuhátíða og selja skyndibita. Þetta er eitt af örfáum einkareknum fyrirtækjum sem ég hef kynnst á Kúbu. Hann segist hafa vel upp úr þessu. Hann og frændi hans sem er með honum í fyrirækinu kaupa lifandi svín, slátra því, steikja það í gamalli olíutunnu og sneiða niður og selja með brauði. Á einni helgi geta þeir selt fyrir allt að 10 dollara sem eru góð SKÝ 39 laun á Kúbu. Hann segir að dansinn gefi sér mjög mikið. Honum finnst frábærlega gaman að dansa en dansinn hjálpar líka til að halda líkamanum i góðu formi. Svo er félagsskapurinn mikilvægur, þau hitt- ast utan æfinga og halda til dæmis saman upp á afmælin sín. Hann dreymir um að verða atvinnudansari. Eitt kvöldið þegar Felix og Tamara mættu ekki til kennslu fórum við heim til mömmu Tamöru þar sem þau héldu til. Felix var lasinn og all- ur danshópurinn mætti í sjálfsagða sjúkraheimsókn. Allir voru boðnir velkomnir inn í fátæklegt húsið. Veggirnir úr viðarborðum og klambrað saman á frumstæðan hátt. En þrátt fyrir fátæktina skynjar maður samheldnina og gleðina sem er svo ríkjandi hér þrátt fyrir skort á öllu því sem maður telur til hversdagslegra hluta. Það eina sem fólk á er það sjálf og hvað getur það gert. Jú, auðvitað dansað, sungið og notið líðandi stundar. Og það kunna Kúbanir svo sannarlega að gera. Allstaðar er verið að búa til tónlist og við öll tæki- færi sem gefast er dansað. I Bayamo-borg er hægt að leigja sér herbergi fyrir 350 dollara á mán- uði og ef maður gerir ekki of miklar kröfur um bragðgæði getur mað- ur borðað hræódýrt á ríkisreknu veitingastöðunum og keypt ávexti á markaðnum og þannig komist af með lítinn pening í mat. Svo er hægt að semja við Felix og Tamöru um danskennslu í Casa de Cult- ura sem staðsett er í miðbænum alveg við Byltingartorgið. Koma svo aftur heim til Islands fullfær í salsa, mambó, cha cha cha og afró- kúbönskum dönsum, ekki svo slæmt. Se&selja 'Bjarnadáttir a- hú&ett í %aupmannaiwfn ag fitfLir nýlakiá maötersnámi í landnýtingaifi'teðum. ‘lCún d&kar aó dama ag leitaði þuí uppi fálk sem fiefur sönm ást á dami Qg fuin. 'iúín fann það á 'Kfihu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.