Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 51

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 51
.Ljá&mynáL: Táll StefáivsAan SILD A SEYÐISFIRÐI, AGURKUR I ARDEMA Magnús R. Einarsson, útvarpsmaður og tónlistarmaður, kynnir okkur fyrir nokkrum götum sem sett hafa svip á líf hans ... Steinar í Blesugróf Það var alltaf sól í Blesugrófinni, suðandi flugur og ógurlega stórar beljur, sem ég óttaðist meir en vonda karlinn sem átti heima í húsi niður við Elliðaá. Ég var þriggja ára og veröldin ógurlega stór. Esjan var alltaf blá, Elliðaárnar ógnvekjandi og harðbannað að koma nálægt þeim nema á háhest hjá pabba. Beljurnar voru pest sem lágu á því lúalagi að læðast í kartöflugarðinn hans Konna sem var mágur hennar mömmu. Ég lá oft í leynum og spæjaði um beljurnar sem komu slefandi af græðgi í kartöflugrösin. Þegar ég sá ógnvaldinn nálgast þá hljóp ég inn og æpti „Mamma mamma, það eru bellur í darrinum hans Donnal". Skildi aldrei af hverju þessi leyniþjónusta mín vakti svona mikla kátínu hjá fullorðna fólkinu. Systir mín var skírð heima þegar við bjuggum í Blesugrófinni og það hafði mikil áhrif á mig og ég þurfti oft að endurtaka ritúalið og jós systur mína - æpandi og gargandi - vatni á meðan ég gaf henni nafn. Þetta vakti ekki sömu hrifningu hjá foreldrunum. Strætó var líflínan við umheiminn. Risastór skepna sem vakti líka ótta hjá snáðanum þegar hún kom urrandi með díselmekki, ældi fólki að aftan og át það að framan. Þarna eignaðist ég minn fyrsta vin, Gylfa, sem bjó ! þarnæsta húsi við okkur. Það sem tengdi okkur félagana var blátt þríhjól. Ég hafði eignast það eftir einhverjum leiðum sem ég man ekki lengur hverjar voru, en hjólið var með þeim galla að splitt við hægra afturhjól gaf sig einatt þegar við tvímenntum á hjólinu niður ógnarlanga brekku og þá hlupu organdi drengir til mæðra sinna með skrámur og skein- ur og heimtuðu koss á meiddið og plástur. Húsið Steinar var lítið og byggt utan skipulags. Þar var olíukynding sem vildi klikka að vetrarlagi og þá var oft gaman hjá okkur krökkunum því þá fengum við heitt kakó og vorum dúðuð í sængur. Þá þurftum við ekki að fara framúr og létum dekra við okkur. Það var mikil breyting að flytja þaðan austur á Seyðisfjörð. í millitíðinni bjuggum við á Sogaveginum. Vesturvegur 3, Elverhoj á Seyðisfirði Það var annaðhvort sól eða þoka á Seyðisfirði. Risavaxin fjöllin allt um kring voru miklu stærri en Esjan, en bærinn miklu minni en Blesugrófin. Allt var úr hlutföllum og ég var nokkra stund að átta mig á þessu. Þetta var 1958 og þá voru Seyðfirðingar enn flámæltir og töluðu mállýzku sem ég skildi ekki. "Hvað ertö að veltast hér útá Búðareyre gæzkör" var sagt við mig daginn eftir að við komum í fjörðinn. Seyðfirðingar brúkuðu líka skjólur og rekur í stað þess að nota fötur og skóflur, gengu á fortói og lágu útá altani. Þetta var skrítin veröld fyrir lítinn mann úr Reykjavík. I næsta húsi við Elverhoj bjó maðursem hafði drepið ísbjörn, næstum því berhentur eftir því sem sagan sagði, og fyrir honum bar maður djúpa virðingu. Sýslumaðurinn átti heima í húsinu beint á móti og var alltaf í úniformi. Þarna voru líka Færeyingar og Norðmenn sem höfðu ekki sést í Blesugrófinni. Síldarárin voru ævintýri sem hægt væri að skrifa heilar bækur um. Þá fylltist bærinn af alls kyns fólki og næg vinna fyrir alla, líka unga drengi. Ég saltaði í eina tunnu 10 ára gamall á síldarplani Haföldunnar, sem þá var í eigu Sveins Benediktssonar. Hann var alltaf í jakkafötum með hatt og fylgdist með öllu sem fram fór á planinu. Ég var rekinn eftir að ég hafði saltað mína fyrstu tunnu því það hafði borist öflugri starfskraftur sem þurfti plássið mitt. Ég varð afskaplega súr yfir þessu, en gamli maðurinn kallaði á mig uppá kontór þegar ég gekk niðurlútur á heimleið. Hann horfði í augun á mér, klappaði mér á kollinn og sagði mér að koma aftur daginn eftir því það mætti aldrei gefast upp. Síðan gaf hann mér appelsínu sem var sjaldséður ávöxtur á Seyðisfirði á þeim árum. Ég man líka eftir því þegar gengið var í hvert hús á Vesturveginum um miðjar nætur, allt barið að utan til að ræsa fólk út í söltun því bátar voru á leið í land og það þurfti hvern einasta mann í vinnu til að salta. Það var gríðarleg vinnuharka á þessum árum og stundum verið að sólarhringum saman. Elverhoj heitir húsið sem við bjuggum í á þessum árum. Stórt norskt timburhús sem var notað sem offiseraklúbbur fyrir breska herinn á stríðsárunum. Stór garður fyrir framan húsið með reynitrjám sem var gaman að klifra í. Fjarðará rennur bakvið húsið og þar var harðbannað að leika sér einsog við Elliðaárnar fyrir sunnan. Sem þýddi auðvitað að maður var alltaf að sulla í ánni, á flekum og kajökum úr bárujárni um sumur og í jakahlaupi um vetur. Uppi á lofti var gamalt stuttbylgjutæki og mikið loftnet útí Sólvang sem var næsta hús. Við krakkarnir hlustuðum oft á útvarpið, erlendar stöðvar og vorum fljót að finna Radio Luxemburg, Radio Caroline og fleiri stöðvar sem útvörpuðu skemmtilegri tónlist. Elverhoj er eitt þeirra mörgu húsa sem setja fagran svip á Seyðisfjörð og vitna um liðna glæsitíð þar eystra. 22 Christ Church Crescent, Radlett, Englandi Þetta var fyrsta heimilisfangið mitt erlendis, en ég átti eftir að vera utanlands í sex ár. Þarna bjó ég hjá enskri kærustu og fjölskyldu hennar um nokkra hríð. Radlett er týpískt enskt miðstéttarúthverfi, rólegt og allt í föstum skorðum. Þótt ég vissi ýmislegt um Breta og þeirra venjur þá var samt sérkenni- legt að aka vinstra megin á vegum, mæla allt í únsum og fetum, tala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.