Ský - 01.08.2004, Page 54

Ský - 01.08.2004, Page 54
SKÝ 54 Siut^id af litnlliiiii... ... ÉG FANN HÖFUÐ AF STRÚTI Hefurðu lent í því neyðarlega atviki að vera að syngja þekkt lag hástöfum og gera þér svo ALLT OF SEINT grein fyrir því að þú ert að syngja bandvitlausan texta? Og þá oft texta sem gefur laginu allt aðra merkingu en honum var upprunalega ætlað? Flestir hljóta að kannast við þessa tilfinningu og hafa vonandi brugðist við með því að springa úr hlátri frekar en að óska þess að jörðin gleypi þá sem allra fyrst. Þó er sú tilfinning mjög skiljanleg við slíkar uppákomur. Hér á eftir fara nokkrir „misskildir” textar en við höfum réttu textana með líka svo þetta sé nú allt saman á hreinu. LAG: „Krummi krunkar úti" RÉTTUR TEXTI: „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: Ég fann höfuð af hrúti.." RANGUR TEXTI: „Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: Ég fann höfuð af STRÚTI..." LAG: „Fram í heiðanna ró" RÉTTUR TEXTI: „Fram í heiðanna ró, fann ég bólstað og bjó..." RANGUR TEXTI: „Fram í heiðanna ró, fann ég BÓLSTRAÐAN STÓL". LAG: Stafrófslagið RÉTTUR TEXTI: „ABCDEFG eftir kemur HIJK, LMN og einnig P, ætli ég Q þar standi hjá." RANGUR TEXTI: „ABCDEFG, eftir kemur HIJK, ELLEFU MENN OG EINNIG FÉ, ÆTLI ÉG KÚ ÞAR STANDI HJÁ" LAG: „Gleðibankinn" eftir Magnús Eiríksson RÉTTUR TEXTI: „...þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús" RANGUR TEXTI: „...þú leggur ekki inn í Gleðibankann TÓMA KRÚS" OG SVO ER HÉR EITT MISSKILDASTA LAG (SLENSKRAR TÓNLISTARSÖGU, HELD ÉG: LAG: „Kanína" með Sálinni hans Jóns míns RÉTTURTEXTI: „Hey, kanína, nananananana..." RANGUR TEXTI: „FEITA NÍNA, nananannana" Einnig: „HAUKA N(NA, nananana" Einnig: „HEITA NÍNA, nananananana..." Einnig: „AUKALÍNA, nananananana..." LAG: „Stína var lítil" með Lummunum RÉTTUR TEXTI: „...samt gat hún Stína, söngvana sína, sungið með hárri raust." RANGUR TEXTI: „...samt gat hún Stína, söngvana sína, sungið með HÁRIÐ LAUST LAG: „Komdu með" með HLH-flokknum og Siggu Beinteins RÉTTUR TEXTI: „Ég sá hana í horninu á Mánabar, hún minnti mig á Brendu Lee.." RANGUR TEXTI: „Ég sá hana í hominu á Mánabar, hún minnti mig á BRENNIVÍN" LAG: „Lífið er lag" með Módel RÉTTUR TEXTI: „Svo birtist þú og lífið fékk tilgang að r Rangur texti: „Svo birtist þú og lífið fékk 5,9..." LAG: „Ég þekki þig" með Sálinni RÉTTUR TEXTI: „Ég þekki þig og þínar langanir..." RANGUR TEXTI: „Ég þekki þig og ÞÍNA LANGÖMMU.." LAG: „Fram fram fylking" RÉTTUR TEXTI: „...forðum okkur hættu frá, því ræningjar oss vilja ráðast á.. RANGUR TEXTI: „...forðum okkur hættu frá því RÆNINGJAHROSS vilja ráð LAG: íslenski þjóðsöngurinn Matthías Jochumson RÉTTUR TEXTI: „...sem tilbiður guð sinn og deyr..." RANGUR TEXTI: „... sem tilbiður guð, SIGURGEIR * LAG: „Auður" með Sálinni Hans Jóns Míns RÉTTUR TEXTI: ...„enginn nær í rekkjunaut eftir klukkan þrjú..." RANGUR TEXTI: „...enginn nær í EFTIRLAUN eftir klukkan þrjú..." LAG: „Á miðri leið" með SSSól RÉTTUR TEXTI: „... og síðan hittumst við aftur á miðri leið." RANGUR TEXTI: ,,..og síðan hittumst við aftur á MIÐVIKUDAG" 'Pað uerður kann&ki seint&agtwn Lízellu aá tiún d&ki aá &yngja, en fíún filu&tarþeim mun hetar...

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.