Ský - 01.09.2005, Page 5

Ský - 01.09.2005, Page 5
Pistill Gæti það gerst hér? Að undanförnu hafa okkur borist ógnarfréttir utan úr heimi. Fellibylurinn Katrín hefur valdið hörmungum sem eru fáheyrðar á Vesturlöndum. Hundruð þúsunda eru heimilislaus og mesta stórveldi heims stendur hjálparvana gegn náttúrunni. Hryðju- verkamenn í London bönuðu tugum manna í tilgangslausum sprengingum. Þeir segjast vera í stríði, en það stríð er einhliða því að borgararnir vita ekki af því að einhver hyggist ráðast á þá og geta því ekki varið hendur sínar. Hvorugar hamfarirnar eru einstakar. Flóðbylgjan í Asíu var miklu mannskæðari en Katrín. Daglega eru sprengingar í Irak sem deyða og limlesta saklaust fólk. Það sem ýtir við okkur íslendingum er að hörmungarnar hafa færst nær. Stór hluti manna í viðskiptalífinu þrammar oftar um miðbæ Lundúna en Austurstrætið. Þúsundir Islendinga fara á ári hverju til Flórída að ströndum Mexíkóflóa, en New Orleans stendur einmitt við norðurhluta flóans. Við vöknum upp við það að meðal fórnarlambanna hefði getað verið fólkið í næsta húsi við okkur. En gæti slíkt gerst á íslandi? Hér í blaðinu er viðtal við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um það hvernig koma megi í veg fyrir hryðjuverk. Við höfum þegar kynnst því að mótmælendur hafa í nafni málstaðarins slett skyri á ráðstefnugesti, málað byggingar og ráðist á fána á stjórnarráðinu. Eftirá eru gerendur svo hinir hortugustu og segja tilganginn helga meðalið. Hvenær kemur að því að slíkir einstaklingar telja sig geta ráðist á samborgara sína til þess að kenna stjórnvöldum lexíu? Islendingar hafa ekki farið varhluta af náttúruhamförum. Snjóflóð á Vestfjörðum eru öllum enn í fersku minni og eldgosið í Heimaey setti mörg þúsund manna byggð í stórhættu. Við getum ekki sigrað náttúruöflin, en við getum búið okkur undir baráttuna við þau. Snjóflóðavarnir hafa verið settar upp víða um land. Þessa dagana er verið að undirbúa byggingu hátæknisjúkrahúss, en eigum við áætlanir um það hvernig við er brugðist ef landið verður rafmagnslaust, eða ef vatn hverfur vikum saman af höfuðborgar- svæðinu? Myndirnar frá New Orleans færa okkur heim sanninn um það hve ýmsar þarfir okkar geta orðið fáfengilegar þegar veröldin öll færist í kaf. Menn tapa aleigunni og geta ekki sinnt brýnustu þörfum. Þjóðfélaginu ber að búa sig undir ólíkleg áföll, bæði til þess að reyna að koma í veg fyrir þau og til þess að geta brugðist fljótt og rétt við ef þau verða. qHii Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson Útlitshönnun: Heimur hf. Ljósmyndir: Páll Stefánsson, Geir Ólafsson og fl. Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Geir A. Guðsteinsson, Hilmar Karlsson, Hrund Hauksdóttir, Sigurður Bogi Sævarsson. Auglýsingastjóri: Vilhjálmur Kjartansson Prentun: Oddi hf. Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavík. Sími: 512-7575 Benedikt Jóhannesson

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.