Ský - 01.09.2005, Qupperneq 12

Ský - 01.09.2005, Qupperneq 12
í London og gríp stundum til þess. Ég er alls ekki hrifin af eróbiklátum," segir hún hlæjandi, „Það er ekki minn stíll." Hvernig er að vera sjálfstætt starfandi leik- kona? „Það er fínt. Ég var fastráðin í Þjóðleikhús- inu til margra ára og það hafði auðvitað sína kosti, sem fólust einna helst í atvinnu- öryggi. í dag finnst mér mjög gott og spen- nandi að hafa val um hvers konar verkefni ég tekst á hendur. Ég er með ýmsar góðar hugmyndir í kollinum." Líf leikarans hlýtur að vera að mörgu leyti ólíkt okkar hinna, áhorfendanna? „Já, að sumu leyti. Ég fer til dæmis ekki upp í rúm að sofa um miðnætti eins og langflest vinnandi fólk! Jafnvel þótt maður finni fyrir mikilli þreytu eftir sýningu tekur talsverðan tíma að róast og ná slökun fyrir svefninn, sem hefst um miðja nótt. Leikarar verða líka veikir og lenda í áföllum eins og aðrar starfstéttir en við þurfum að mæta á sviðið til í slaginn án þess að láta deigan síga. Ég hef lent í slíkri stöðu, að finna svo til í hjartanu að ég var sannfærð um að allir hlytu að sjá það. En það upplifði víst enginn eins og ég. Leikar- inn leggur daglegt líf til hliðar meðan hann er á sviðinu. Það er ekkert um annað að ræða. Og svo óhjákvæmilega missir maður auðvitað af ýmsum skemmtunum eins og matarboðum. Mitt fólk er orðið vant viðkvæðinu: „Ég kem klukkan 11!" Það er hægt að venjast þessu öllu saman," segir Kabarettkonan hugsandi en bætir svo við: „Ég verð reyndar alltaf aðeins stressuð fyrir sýningar en það er bara hollt og ég vona að þannig verði það alltaf. Það er nefnilega mjög gott að fá adrenalínkikk ..." Það er óhætt að segja að áhorfendur Kabaretts fá líka heilmikið adrenalínkikk á sýningunni, rétt eins Þórunn Lárusdóttir. Kabarett er skemmtileg og súrsæt sýning með vel heppnaðri leikmynd og frábærum tónlistarflutningi. Þar er líf og fjör á sviðinu en ógnin er yfirvofandi í bakgrunninum. Lífið er nefnilega ekki bara Kabarett... E3 ský 12 „LEIKARAR VERÐA LÍKA VEIKIR OG, LENDA í ÁFÖLLUM EINS OG AÐRAR STARFSTÉTTIR eI VIÐ ÞURFUM AO MÆTA Á SVIÐIÐ TIL f SLAGINN^N ÞESS AÐ LÁTA DEIGAN SÍGA." f y f
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.