Ský - 01.09.2005, Page 54

Ský - 01.09.2005, Page 54
Hús í sveit Mér opnast heilu heimarnir - Sjón situr við ritstörf á Eyrarbakka „Þótt húsið sé lítið er það býsna rúmgott þegar inn er komið. Engum ofsögum er sagt að þar opnist mér á stundum heilu heimarnir. Enda hefur það gefist mér vel að fara austur til að skrifa og geta síðan labbað út á kaffihús eftir stífan vinnu- dag," segir rithöfundurinn Sjón. Fimm ár eru liðin síðan Sjón og eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir, keyptu sér lítið hús austur á Eyrarbakka, en þá höfðu þau um nokkurn tíma leitað sér að skemmtilegum dvalarstað úti á landi, þó ekki mjög fjarri Reykjavík. Með sirkli á landakortið „Við getum sagt að við höfum dregið hring með sirkli á landa- kortið einhverja 100 til 200 kílómetra frá Reykjavík," segir Sjón. „I vestri settum við mörkin við Stykkishólm og svipuðumst líka um hér fyrir austan fjall. Þegar tengdamóðir mín rakst svo í Morgunblaðinu á lítið fallegt hús á Eyrarbakka var sem við hefð- um himin höndum tekið. Við vorum ekki lengi að hugsa okkur um og keyptum húsið." Húsið góða á Eyrarbakka er um öOfermetrar og er vestarlega í þorpinu, í svonefndu Skúmstaðahverfi. Það er byggt árið 1910 og heitir Inghóll og má ætla að það dragi heiti sitt af hábungu Ingólfsfjalls, sem sést vel neðan af ströndinni. „Sá sem við keyptum húsið af stóð ekki á sama hvað nýireigendur hygðust fyrir. Hann vildi sem minnstar breyting- ar og þegar við höfðum skoðað húsið og kynnst seið þess fannst okkur slíkt líka alveg fráleitt. Allt innanstokks er upprunalegt, til að mynda panellinn á veggjunum sem er upprunalegur; skakkur og fallega undinn." Heilir og óskiptir Síðustu bækur Sjóns eru Með titrandi tár frá 2001 og Skugga- baldur sem kom út tveimur árum síðar. Fyrir þá síðarnefndu fékk Sjón Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs snemma á þessu ári. Þessar tvær bækur skrifaði Sjón að miklu leyti aust- ur á Eyrarbakka, sem sannar að loftið þar er andríkt og gefur mönnum grið til að sinna skáldskapnum heilir og óskiptir. „Við erum á Bakkanum nánast allt sumarið og flestar helgar yfir veturinn förum við austur. Þetta nýtist okkur báðum mjög vel. í sumar hélt eiginkona mín tónleika í Skálholti og hafði þá gott næði til að æfa sig. Því erum við nú líka komin með hljóðfæri í húsið, píanóið sem var lengi í Læknishúsinu svonefnda þarna á Eyr- arbakka. Því má segja að fyrir austan séum við með allt til alls." C3 ský 54

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.