Ský - 01.09.2005, Síða 60

Ský - 01.09.2005, Síða 60
Kynning "Viðskiptavinir vilja Ifka vera með sitt á hreinu varðandi tryggingar heimilisins," segir Jón Birgir Guðmundsson, útibússtjóri Sjóvár á Akureyri. Texti: Sigurður Bogi Sævarsson Myncl’ Geir Ólafsson „í dag leggur fólk meiri áherslu en áður á að hafa allar sínar persónutryggingar í lagi, sem er mikilvægt þegar til dæmis sjúkdóma eða skyndilegt fráfall ber að höndum. Þess utan finnum við að viðskiptavinir vilja líka vera með sitt á hreinu varðandi tryggingar heimilisins, bílsins, fartölvunnar og annars slíks. Sjóvá býður upp á fjölda mismunandi valkosta í einstaklingstryggingum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna, sem auðvitað eru misjafnar eins og fólkið er margt," segir Jón Birgir Guðmundsson, nýr útibússtjóri Sjóvár á Akureyri. Þekkja markaðinn vel Sjóvá á sér langa sögu á Akureyri og hefur þar traustan og sístækkandi hóp ánægðra viðskiptavina. „Starfsfólk okkar hér, hefur áratuga starfsreynslu að baki, þekkir markaðinn vel og veit hverjar þarfirviðskiptavinaokkará Norðurlandi eru," segir Jón Birgir sem tók í sumar við starfi útibússtjóra af Þórarni B. Jónssyni, sem starfað hafði við tryggingamál í meira en fjóra áratugi. Útibússtjórinn nýi er viðskiptafræðingur að mennt og starfaði sem ráðgjafi og framkvæmdastjóri um nokkurra ára skeið hjá IMG Gallup. Frá 2002 og fram á mitt þetta ár var hann verkefnisstjóri við stjórnsýslu Akureyrarbæjar og þá jafnframt aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. „Mér þótti afar gaman að starfa hjá bænum og taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Akureyri síðustu árin. íbúum hefur fjölgað og bærinn verið að styrkjast í sessi sem verslunar- og þjónustustaður. Umsvifin hafa hvarvetnaaukistogþessséreinnigstaðátryggingamarkaðnum. Markaðurinn hefur klárlega stækkað jafnframt því sem stjórnendur fyrirtækja verða sér sífellt betur meðvitaðir um að hafa tryggingamál sín í fullkomnu lagi. Því bíður Sjóvá í dag upp á um það bil 100 mismunandi valkosti í fyrirtækjatryggingum sem gera okkur kleift að fella lausnirnar að þörfum hvers og eins. Viðskiptavinum kemur líka oft á óvart þegar óhöpp eða slys ber að höndum hve þjónusta okkar er víðtæk. Við gerum allt til að lágmarka og bæta skaðann og höfum til þess mikinn metnað. Inntak einstaklingstrygginga er meðal annars að aðstoða fólk við að geta sem fyrst komist aftur inn í sitt eðlilega lífsmynstur." Akureyri og Sjóvá í sókn Jón Birgir Guðmundsson er fæddur Borgnesingur, Ólafsfirðingur í báðar ættir, en á ættboga sinn meðal annars á Akureyri, þangað sem hann fór til framhaldsskólanáms sextán ára gamall, árið 1986. „Konan mín, Þórunn Guðlaugsdóttir, er að norðan og hér vildum við bæði búa. Hingað fluttum við aftur árið 1998 meðal annars eftir að hafa stundað nám erlendis. Okkur líkar ákaflega vel hérna, enda hefur staðurinn marga kosti sem æ fleiri hafa vitund fyrir. Besti vitnisburðurinn um það er ef til vill að á síðustu sjö árum hefur bæjarbúum fjölgað um 1700 manns og ekkert bendir til annars en sú þróun haldi áfram. Akureyri er í sókn - án nokkurs vafa og það er Sjóva einnig.'' @3 ský 60

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.