Ský - 01.12.2013, Page 10

Ský - 01.12.2013, Page 10
ÚR BÓKUNUM í BORGINA Það kom Ottari sjálfiim sennilega mest á óvart þegar hann varð borgarfulltrúi. „Eg fór í þann galskap að segja já við Jón Gnarr þegar hann vildi stofna flokk og bjóða sig fram til borgarstjórnar. Ég reikn- aði aldrei með að það yrði annað en inn- legg í umræðu en varð að endurskoða það nokkrum mánuðum seinna þegar við vor- um allt í einu komin inn í borgarstjórn og Jón orðinn borgarstjóri." Bóksalapönkarinn var allt í einu kominn í pólitík. En hvernig komu stjórnmálin honum fýrir sjónir? „Pólitík er í andlitinu á okkur öllum alla daga og viðfangsefni hennar eru það sem kemur við líf okkar aflra á hverjum degi, stundum án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Eg hef alltaf haft skoðanir á því hvernig mér fmnst að umhverfi mitt og samfélag ættu að vera en pólitíkin sjálf, leikurinn, leik- reglurnar og aðferðafræðin hafa alltaf virkað mjög fráhrindandi á mig. Pólitík var eitt af því fáa sem ég hafði gert upp við mig að væri afls ekki fyrir mig og ég ætlaði aldrei að prófa. En þarna var önnur staða uppi þegar bauðst að vinna með Jóni og öðru fólki sem var ekki pólitíkusar heldur eitthvað allt annað. Svo náttúrlega breyttist ansi mikið haustið 2008 þegar það kom algerlega í bakið á okkur að pólitíkin, hvort sem við höfðum áhuga á henni eða ekki og hvað sem okkur fannst um hana, hefitr raunveruleg áhrif á allt okkar líf. Við Islendingar vorum dálítið týnd, eins og fjölskylda sem hefur orðið fyrir stóru áfalli og maður fann það bæði á sjálfum sér og öllum í kring að það var óöryggi og van- traust ríkjandi. Og það var ekki bara út í pólitíkusana og þá sem höfðu verið í bönk- unum heldur hafði það áhrif út í allt mannlífið, traust minnkaði og fólk fór að sjá púka í hverju horni. Þetta var hræðilegt ástand og þegar Jón kom með þessa hug- mynd, að reyna að taka þátt í pólitíkinni, þá sá ég það meira fyrir mér sem sjálfs- hjálparstarf og björgunaraðgerðir en aðferð til að ná áhrifum og völdum. Og okkur hefur held ég tekist að halda þeirri hugsun. VÖld og áhrif eru meira bara verkfæri til að gera vel og nokkuð sem ég væri alveg til í að vera laus við. Einar Örn segir stundum á ensku að hann sé „doing time in politics" og ég lít stundum þannig á þetta líka, að ég sé að vinna ákveðna þegnskyldu eða borgaralega þjónustu og það hentar mér mjög vel að vera í pólitík undir þeim for- merkjum.“ KOM SKEMMTILEGA Á ÓVART Pólitíkin kom Öttari að vissu leyti á óvart. „Maður fær auðvitað ákveðna sýn á pólitík þegar maður horfir á hana utan frá og yfirleitt ekki mikla dýpt. Og svo er stór hluti af þeirri pólitík sem okkur er sýnd sett fram til að hafa einhver viss áhrif á fólk sem upplifir hana utan frá. Að mínu mati eru flestir í pólitík af einlægum vilja til að gera vel og gera gagn en umræðu- hefðin, flokkakerfið og umgjörðin í kring- um það setur menn inn í ákveðið pýra- mídaform þar sem þú vinnur þig upp frá botninum með því að standa þig vel, mynda bandalög, fá velþóknun annarra og svo framvegis þangað til þú ert kominn uppá toppinn á pýramídanum og getur ráðið öllu. Mér finnst þetta dálítið hættu- legt form, hvort sem er í pólitík, innan félaga eða fjölskyldna, því það er ólýð- ræðislegt og innan þess er stundum auðvelt að missa sjónar á upphaflegum markmið- um og til hvers var af stað farið.“ Það sem kom Óttari samt mest á óvart í pólitíkinni var hvað hann hafði gaman af henni. „Fyrstu mánuðirnir voru auðvitað hryllilegir en svo áttaði ég mig á því að þetta snýst fyrst og fremst um samskipti. Það að leggja fram frumvarp eða taka mál upp í borgarstjórn gengur að einhverju leyti út á að skrifa þurrt og kórrétt tungu- mál og kynna sér málin og allt það en samskiptin eru það sem kemur því í gegn. Ég hef starfað í nokkrum mismunandi brönsum, í tónlistinni, bókunum og aðeins komið að auglýsinga- og kvikmyndagerð og mín tilfinning er sú að allir bransar séu eins og byggðir upp á svipaðri aðferðafræði sem snýr að samskiptum. Og ef þú kannt á einn bransa geturðu nýtt þér það á fleiri sviðum. Pólitík gengur öll út á samskipti, bæði manna á milli og innan hópa og svo samskipti við almenning, bæði þá sem maður hittir og líka þá sem maður getur ekki hitt. Pólitík er í raun mjög flókið samskiptafyrirbæri og ég hef gaman af samskiptum.“ EUROVISION OG ÚTSVAR Óttarr hefur lengi verið þekktur í ákveðn- um hópum og segist hafa setið fyrir á myndum með meira en þúsund íslenskum þungarokkurum. Hann varð þó fyrst lands- þekktur þegar hann tók þátt í Söngva- keppni Sjónvarpsins með það að markmiði að komast í Evrópusöngvakeppnina árið 2008, nokkuð sem kom þeim sem þekktu hann nokkuð á óvart. „Ég er þannig gerður að ég reyni að prófa allt sem mér býðst að prófa innan skynsamlegra marka. Ef mér býðst að prófa eitthvað sem mér líst ekki á hef ég tilhneigingu til að prófa það samt. Sem dæmi má nefna að ég hef alltaf verið loft- hræddur maður og stunda þess vegna fjafl- göngur þó ég sé ekki alveg í bröttustu fjöllunum. Eurovision-þátttaka mín er annað dæmi um þetta því það var alveg út í hött og fjarri mér að taka þátt þannig að þegar mér bauðst að vera með var ekki um annað að ræða en að prófa. Þegar maður gerir eitthvað á þessum forsendum skiptir máli að vera mjög meðvitaður um hvað maður er að gera og hvernig maður gerir það. Á endanum var þetta mjög skemmti- leg reynsla og skemmtilegt að teygja í rauninni tvö form í einu, bæði að prófa að leggja eitthvað alveg nýtt inn í söngva- keppnina sjálfa en ekki síður að þenja Ég hef starfað í nokkrum mismunandi brönsum, í tónlistinni, bókunum og aðeins komið að auglýsinga- og kvikmyndagerð og mín tilfinning er sú að allir bransar séu eins og byggðir upp á svipaðri aðferðafræði sem snýr að samskiptum. Og ef þú kannt á einn bransa geturðu nýtt þér það á fleiri sviðum. 10 SKÝ 6. tbl. 2013

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.