Ský - 01.12.2013, Page 19

Ský - 01.12.2013, Page 19
Magnúsi er lýst sem ósköp venjulegum manni. Hann virðist þó búa yfir óvenjulegum hæfileikum. bar engin merki um snilligáfu. En áhuginn á skák var vaknaður. Magnús hafði þá þegar eignaðist skák- bók Bents Larsens, Finn planen, og fengið skákdæmi frá föður sínum. Hann telfdi fyrst ekki við aðra, virtist ekki vera keppnis- maður, en var mjög hugfanginn af stöðu manna á borðinu og flutti mennina til í ýmsar nýjar stöður og mynstur. Var hann enn í púslinu? Eftir allar þessar vangaveltur um mennina á borðinu fór Magnús að tefla skák af kappi. Hann tefldi á mótum og var með öðrum börnum á námskeiðum í Iþróttaháskólanum. Meðal kennara var Simen Agdestein, þá sterkasti skámaður Noregs. Þarna fyrst kom keppniskapið fram. Simen er nú næststerkasti skák- maðurinn og þjálfari Magnúsar. EINSTAKT MINNI Henrik, faðir Magnúsar, segist hafa teflt við strákinn fyrstu árin og hafði í upphafi í fullu tré við hann. En þegar Magnús var kominn á ellefta ár var þetta ekki skemmti- legt lengur. I síðustu skák þeirra náði karl jafntefli með herkjum og sagðist hafa látið þar við sitja. Strákurinn var orðinn miklu betri. Þó segist Henrik vera allþokkalegur skákmaður. Núna segja sérfræðingar að Magnús búi yfir einstöku minni. Hann man þúsundir skáka og sér fyrir sér ótölulegan fjölda af möguleikum í hinum ýmsu stöðum. Sjónminnið úr púslinu er enn lykillinn. Hann kann allar skákir Fischers utan að 6. tbl. 2013 SKÝ 19

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.