Ský - 01.12.2013, Qupperneq 21

Ský - 01.12.2013, Qupperneq 21
og dáist að frumlegum leikjum hans. Skák- maður þarf á góðu minni að halda en hann verður líka að búa yfir frumlegri hugsun. HVOR SIGRAR? ÞAÐ GERI ÉG! Seinna sinnið sem ég talaði við Magnús var skömmu fyrir heimsmeistaramótið á Indlandi í haust. Hann var boðinn í klúbb erlendra fréttamanna í Osló að ræða málin og fékk allar þessar venjulegu spurningar um stelpur og hvort hann færi út að skemmta sér. Hann bara hló. Núna var hann orðinn fimm árum eldri en í fyrra sinnið, sem hann kom í klúbb- inn. Sjálfsöruggur en samt hógvær. Faðir hans var enn með honum en sagði nú ekkert. Strákurinn var orðinn sjóaður í að svara spurningum sjálfur og virtist full- komlega afslappaður - sigurviss. Þegar hann var beðinn að spá fyrir um hvor sigraði svaraði hann einfaldlega: Það geri ég! Og svo hló hann. Samanburðurinn við Fischer á bara við um stöðu mannanna á skákborðinu. Magnús man og sér fyrir sér stöður í skákum Fischers. En hann er allt önnur manngerð en bandaríska skákséníið. Magnús er yfirvegaður, rólegur og full- komlega í andlegu jafnvægi. Það var Fischer ekki. Óttinn við ofsóknir virðist hafa fylgt Fischer alla tíð. METINGUR HAGKERFA Það er líka annað undir í heimi skákar- innar þegar Fischer var á toppnum. Bæði Magnús og Anand fundu auðvitað fyrir kröfum þjóða sinna um sigur. En það var ekki síður þjóðleg sigurgleði sem hékk á spýtunni. Þegar einvígi aldarinnar var háð í Laugardalshölinni 1972 var kalt stríð milli stórvelda heimsins, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Þar var ekki bara um stórhættulegt vígbúnaðarkapphlaup að ræða. Metingurinn milli hagkerfa stór- veldanna var í forgrunni. Metingurinn komst í algleyming þegar Nikita Khrústsjov varð aðalritari og æðst- ráðandi í Sovét. Hann var áróðursmaður umfram fyrirrennara sína í Kreml. Ævisöguritarar hans hafa sagt að saman- burðurinn við Bandaríkin hafi smátt og smátt mótað alla stefnu hans. Hann vildi skáka kapítalistunum á þeirra eigin heimavelli - í hagvexti og ekki síst lífskjör- um almennings. Khrústsjov sagði: Við stöndum ekki bara Vesturveldunum jafnfætis í vígbúnaði heldur erum við að ná sama stigi í velmeg- un, tækni og framleiðslu á neysluvarningi. Allt byggðist þetta raunar á ósannindum en það er önnur saga. ÍSSKÁPAR OG SPÚTNÍK Metingurinn um gæði bíla og ísskápa, fjölda sjónvarpa miðað við höfðatölu og hagvöxt varð ekki minna virði en fjöldi mkjarnaodda. Bandaríkjamenn vissu ekki í fyrstu af þessari keppni og voru seinir til að svara. Sovetríkin byrjuðu á að skora grimmt: Spútnik, hundurinn Læka, Júrí Gagarín. Allt í einu var staðan 3-0 og ekki tveir áratugir liðnir frá stíðslokum. Kúbudeilan markaði hápunkt hernaðarkapphlaupsins en metingurinn hélt áfram. Fólk um allan heim deildi um hvor væri fremri, Kaninn eða Rússinn. Unglingar í íslenskum skólum deildu um gæði vörunn- ar að austan og vestan. I Sovétríkjunum 6. tbl. 2013 SKÝ 21

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.