Ský - 01.12.2013, Qupperneq 26

Ský - 01.12.2013, Qupperneq 26
Leynd verður ekki létt af síðustu skjölunum fyrr en árið 2017. Jack Ruby, eigandi næturklúbbs og morðingi Oswalds. Fór hann í gröfina árið 1967 með mikilvægar upplýsingar? KÚBUDEILAN í BAKGRUNNI Morðið á Kennedy hefur einnig verið tengt Kúbudeilunni á ýmsa vegu. Fyrst að Nikíta Khrústsjov hafi heitið hefndum eftir að Kennedy hrakti hann frá Kúbu með eldflaugar sínar. Þessi kenning styðst við þá staðreynd að Oswald bjó um tíma í Sovétríkjunum og hann var skömmu fyrir morðið í sendiráði Kúbu í Mexíkó. En það hefði verið ákaflega heimskulegt fyrir Sovétmenn að ráða einmitt Oswald til verksins því CIA vissi allt um tengsl hans og veru í austurvegi. Þetta útilokar þó ekki að stórveldapólitík hafi verið orsök morðsins. Oswald var hrifinn af valdatöku kommúnista á Kúbu og Sovétmegin þegar kom að deilum um Kalda stríðið. Hann hafði lent í útistöðum við fólk einmitt vegna ákafs stuðnings við Fidel Castro. Oswald hafði ímugust á stjórnvöldum lands síns. Því má ekki útiloka að Oswald hafi verið einn um morðið vegna aðdáunar sinnar á byltingunni á Kúbu og Castro. Hugsanlega hafi hann átt sér vitorðsmenn en þeir ekki að fullu gert sér grein fyrir hvað stóð til. Einnig er til sú kenning til að landflótta áhrifamenn frá Kúbu hafi hugsað Kennedy þegjandi þörfma fýrir að láta Castro kom- ast til valda. Þetta passar þó illa því Oswald var síst af öllu í vinfengi við land- flótta Kúbverja. GRUNUR BEINIST AÐ CIA Það eru kenningarnar um aðild CIA sem alltaf hafa hlotið mesta athygli og verið viðfangsefni rannsakenda. Ein þingleg rannsóknarnefnd komst að þeirri niður- stöðu að fjórða skotinu hafi verið hleypt af við Dealey Plaza í Dallas. Þetta er byggt á því að á hljóðupptökum fjölmiðla vegna forsetaheimsóknarinnar til Dalas heyrast fjórir skothvellir en Oswald skaut aðeins þrisvar. Hver átti fjórða skotið? Var CIA með aðra leyniskyttu við torgið? En þá er eftir að finna ástæðu þess að CIA vildi forsetann feigan. Ein kenning er að CIA-mönnum hafi þótt forsetinn standa linlega að innrásinni í Grísaflóa, sem var eina alvöru tilraunin til að koma Castro frá völdum. Önnur tilgáta styðst við sögur um að Kennedy hafi fýrir andlát sitt sagt eitthvað á þessa lund: „Mig langar að rífa CIA í þúsund hluta og feykja burt brotunum." Þetta á að hafa borist CIA-stjórum til eyrna og þeir séð að forsetinn var stofnun- inni hættulegur. En af hverju þá að ráða Oswald til verksins? Það er óleyst gáta. SKV 'nuiu nerur ef'ó jafnmikið rannsakað i 26 SKÝ 6. tbl. 2013

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.