Ský - 01.12.2013, Síða 39

Ský - 01.12.2013, Síða 39
AUGNHEILSA Helga Kristinsdóttir sjóntækjafræðingur. EYESLAND í GLÆSIBÆ: FRÁBÆRT ÚRVAL OG GOTT VERD Gleraugnaverslunin Eyesland ertil húsa á 5. hæð í Glæsibæ. Staðsetningin er óvanaleg, verðið er frábært og úrvalið sennilega hið mesta á landinu. TEXTI: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR Úrvalið hjá Eyesland er gífurlegt og væntanlega hið mesta á landinu á einum stað. Okkar mottó er að aUir eigi skilið góð gleraugu og að sjá eins vel og hægt er,“ segir Helga Kristinsdóttir sjóntækjafræðingur sem lærði í Þýskalandi og er einn eigenda Eyesland gleraugnaversl- unar. „Það á ekki að vera munaður að eiga góð gleraugu og því stiilum við verðinu í hóf eins og hægt er,“ bætir hún við. Eyesland hefur verið starfrækt í rúm þrjú ár og hefur á þeim tíma getið sér gott orð. Fyrirtækið fer nýjar og óhefðbundnar leiðir í vöruvali og keypt m.a. frá Bandaríkjunum og Asíu en einnig frá Evrópu. „Við höfum náð að halda verðinu mjög vel niðri með þessum innkaupum,“ segir Helga. „Það eru dæmi um að fólk kaupi þrenn gleraugu fýrir verð einna. Fyrir þá sem vilja eiga gleraugu til skiptanna er þetta mikilvægt. Ekki síst fyrir ungt fólk sem gjarnan vill geta átt nokkur gleraugu, gjarnan með mjög mis- munandi hönnun. Meira að segja marg- skiptu gleraugun eru ódýr og dæmi um verð þá er það t.d. umgjörð + gler allt niður í 23-25.000 þúsund kr. Við erum líka með Reykjavik Eyes og Ray Ban umgjarðir svo eitthvað sé nefnt og auðvitað er merkjavaran dálítið dýrari. MARGAR GERÐIR GLERAUGNA Urvalið hjá Eyesland er gífurlegt og væntan- lega hið mesta á landinu á einum stað. Helga segir það sérstaklega ánægjulegt að sjá fólk labba út með nokkrar gerðir gleraugna; margskipt sólgleraugu, lesgleraugu og jafnvel tölvugleraugu. „Margir átta sig ekki á því að það þarf önnur gleraugu við tölvuvinnu en lestur," segir hún. „Það er ekki sami styrkur í lesgleraugum og tölvugleraugum en fólk sem situr daglangt yfir tölvuskjá þarf oft slík gleraugu. Það þarf að vera afslappað að horfa á skjáinn svo fólk þreytist ekki.“ BÖRNIN Gleraugu fyrir börn þurfa að passa sérstak- lega vel og mega ekki vera þung. Þetta á ekki síst við um krakka sem stunda íþróttir en þeirra gleraugu þurfa að þola högg og hnjask og sitja vel og þétt á höfðinu. Þetta gildir auðvitað líka um íþróttagleraugu fyrir fullorðna en Eyesland er með gott úrval af íþróttaumgjörðum. „Við höfum líka sérhæft okkur í linsum fyrir fólk sem hefur á ein- hvern hátt óvanalega sjón,“ segir Helga. „Linsurnar geta verið einfaldar og marg- skiptar eftir þörfúm hvers og eins. Við erum líka með alls konar aðrar vörur eins og leppa með ýmsum mynstrum, gleraugna- hulstur í úrvali, hreinsiúða með blautklútum og svo vörur sem snúa beint að augnheilsu. Þar má nefna augnvítamín, gel og gervitár fyrir þá sem eru með augnþurrk en hann getur verið afar óþægilegur. Ekki má gleyma hjálpartækjunum sem eru m.a. ýmiskonar stækkunargler, stækkunar- lampar og ljós.“ Yfirleitt er hægt að fá tíma samdægurs eða daginn eftir. „Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og er hún eitt af þeim atriðum sem skipta mestu máli,“ segir Helga. Verslunin er opin frá 8.30 til 17.00 alla virka daga og auðvelt er að skoða úrvalið eða fá upplýsingar á heimasíðunni okkar, www.eyesland.is. SKV „Við höfum náð að halda verðinu mjög vel niðri með þessum innkaupum,“ segir Helga Kristinsdóttir sjóntækjafræðingur. „Það eru dæmi um að fólk kaupi þrenn gleraugu hjá okkur fyrir verð einna.“ 6. tbl. 2013 SKÝ 39

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.