Ský - 01.12.2013, Page 41

Ský - 01.12.2013, Page 41
LaserSjón LaserSjón var fyrsta augnlæknastofan sem gerði laseraðgerðir á íslandi og var fyrsta augnaðgerðin gerð þar árið 2000. Frá upphafi hafa verið gerðar 15-20 þúsund laseraðgerðir á stofunni. Einnig eru gerðar um 400 augasteinaskipti á ári. Á vefsíðunni www.lasersjon.is er að finna upplýsinar um aðgerðirnar, ýmsa augnsjúkdóma og fleira. sama verð á öllum Norðurlöndunum en það hefúr breyst með fallandi gengi krónunnar." AUGNSJÚKDÓMAR „Það eru helst þrír augnsjúkdóma- flokkar sem heija á okkur með vax- andi aldri,“ segir Þórður. „Fyrst er að nefna skýmyndun á augasteini en ef við náum nægilega háum aldri fáum við breytingar í augasteininn og hann hættir að hleypa ljósinu inn í augað. Ljósið á að komast óheft gegnum augasteininn sem heitir á latínu lens crystallina, hinn tæri steinn. A sjötugsaldri fara að verða breytingar í augasteini, sem svo áger- ast, ljósið kemst ekki vel inn í augað og sjónin versnar. Þá er komið ský á augastein. Eina leiðin til að bæta það er að hreinsa skýið af augasteininum og hleypa ljósinu óheftu inn í augað aftur. Þetta er mjög algeng aðgerð. Æfli það láti ekki nærri að hér séu gerðar 2000 svona aðgerðir árlega. Tekur allt, undirbúningur, aðgerð og hvíld að henni lokinni svona 1-1 xh klukkustund, og árangurinn er mjög góður. Helsta vandamálið er langur biðlisti - um það bil árs bið eftir svona aðgerð. Það batnar nefnilega engum á biðlistanum.“ Hinir tveir sjúkdómaflokkarnir eru gláka og aldurstengdir augnbotna- sjúkdómar, meginástæða sjóndepru í hinum vestræna heimi. „Lestrarsjón- in er í gula blettinum og hann verður fýrir barðinu á þessum kvillum. Það eru tveir meginflokkar í þessum sjúkdómi, annar sem er með bjúg- myndun og þykknun á sjónhimnu og kallast vot augnbotnahrörnun og hins vegar þurr sem er meir hægfara og meiri þynning á sjónhimnunni. Það skiptir öllu máli upp á meðferð um hvort formið er að ræða því það vota getur svarað meðferð en ekki það þurra. “ Þórður segir meiriháttar byltingu í greiningu og meðferð þessara sjúk- dóma hafa orðið með tilkomu lyfja sem gefin eru inn í augað aftan við augasteininn. „Hvað þurra formið áhrærir er meðferð ekki eins langt komin en til er blanda fæðubótarefna sem dregur úr grimmd sjúkdómsins. Oflu máli skiptir að greina formið. Með vax- andi aldri verður h'fið meiri sjálfstæð- isbarátta og þessi sjúkdómur gerir lestur lélegan en hflðarsjón eða rat- sjón helst svo fólk er sjálfbjarga.“ GLÁKA I auganu er þrýstingur sem heldur því réttu og eðlilegu. Vaxi hann meir en góðu hófi gegnir skemmast tauga- þræðirnir í sjóntaugunum sem eiga að bera boðin ffá auganu til sjónstöðv- anna. „Gláka er sköddun á sjóntaugum tengd augnþrýstingi. Áhættuþættir eru aldur og erfðaþáttur. Sé foreldri eða systkin með sjúkdóminn eru íjórfaldar flkur á að fá hann. Oftast eru engin einkenni af gláku og sjúk- dómurinn finnst við augnskoðun löngu áður en maður fer að finna fyrir honum. Horfur eru góðar og yfirleitt gengur vel að hemja augn- þrýsting með lyfjum í formi augn- dropa en glákuaðgerðir þegar ekki tekst nægjanlega vel til með öðrum ráðum. Öll meðferðin er fýrirbyggj- andi. Ekki er hægt að bæta skaða sem þegar er orðinn og kallar á meiri meðferð eftir því sem ævilíkur okkar aukast.“ SKV LEIKFÉLAG AKUREYRAR: GULLNA HLIÐIÐ Hljómsveitin Eva semurnýjatónlistvið þetta leikrit sem er eitt af klassísku íslensku leikritunum, en gömlu góðu lögin verða líka á sínum stað í sýningu Leikfélags Akureyrar á þessu vinsæla verki Davíðs Stefánssonar. Hljómsveitin Evaerþjóðlagasveitsemsamanstendur af þeim Sigríði Eir Zophaníasardóttur og Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur. Þær eru núna staddar á Akureyri og semja tónlistina við sjálft Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Þetta er í fyrsta sinn sem samin er ný tónlist við þetta kunna leikrit eftir að Páll fsólfsson samdi tónlistina á sínum tíma. Verkið er afmælissýning Leikfélags Akureyrar og verður frumsýnt 17. janúar næstkomandi. Þetta verk Davíðs á sér sérstakan stað í hjörtum manna. Hvernig er það fyrir hljómsveitina Evu að takast á við eitt þekktasta leikverk íslands? „Ég er frá Akureyri og við hérna fyrir norðan höfum sterka tengingu við Davíð og þetta verk," svarar Jóhanna Vala. „Maður finnur fyrir heilagleikanum og okkur langar til þess að halda í hann. Koma heiðarlega fram við þann heilagleika sem verkið býr yfir." Sigríður bætir því við að þessi uppsetning stefni í að halda sig við hefðina. „Við munum nota þekktustu lög Páls Isólfssonar eins og Blítt er undir björkunum og Máríuvers. En á sama tíma munum við leita djúpt í mannlega þáttinn. Verkið fjallar um fyrirgefninguna og hvort við getum fyrirgefið hinu ófyrirgefanlega. Það tengir okkur svo aftur við hljómsveitina Evu því við semjum lög um þetta mannlega og þá hluti sem eiga engin lög." Núna eru nokkrar vikur búnar af æfingaferlinu og tónlistarkonurnar hlakka til framhaldsins. „Það er rosalegur heiður að fá að taka þátt í þessari afmælisveislu og starfa hjá leikfélagi sem hefur svona mikla sögu. Svo erum við bara rosalega glaðar að vera komnar norður. Við elskum Akureyri." SKV 6. tbl. 2013 SKÝ 41

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.