Ský - 01.12.2013, Page 42

Ský - 01.12.2013, Page 42
Gamla sjúkrahúsið á ísafirði setur mikinn svip á bæinn. Það var vígt 1925, byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. I dag hýsir það bókasafn og skjalasafn og er sérlega lifandi og skemmtilegur staður. Faktorshúsið í Neðstakaupstað. ÞAR SEM ISAFJORÐUR: GAMLI TÍMINN LIFIR Neðst á eyrinni á ísafirði stendur eina samstæða þyrping verslunarhúsa á íslandi sem varðveist hefur frá tímum danskrar einokunar. Framsýni fáeinna heimamanna og þrautseigja varð til þess að þau voru ekki rifin heldur endurgerð af stakri vandvirkni og eru einn helsti fjársjóður og aðdráttarafl ísafjarðar í dag. TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON S asanum við uppbyggingu hins nýja Islands á tuttugustu öld varð margt gamalla húsa og minja framkvæmda- gleðinni að bráð. Jarðýtutennur sléttuðu út húsarústir landnámsmanna til sveita og ruddu torfbæjum ofan í svörð. I kaupstöðum voru funir húshjallar rifnir og brenndir og ný hús steypt upp á auga-lifandi bragði. Gamlir bátar voru dregnir á áramótabrennur og eldur lagður í gömul hús í æfmgaskyni fyrir slökkvilið. Nútíminn var mættur á staðinn og enginn tími til þess að velta því fyrir sér hvort nýtt væri undantekningarlaust betra en gamalt. A seinni hluta tuttugustu aldar fór að ryðja sér til rúms sú hugsun að gömul hús gætu verið verðmætar minjar þótt þau væru ekki beinlínis fornleifar í hefðbundinni merkingu orðsins. Víða í þéttbýli reis andóf gegn stjórnlausu niðurrifi og eflaust minnast margir deilna og átaka kringum förgun eða varðveislu húsanna við Lækjargötu í Reykja- vík sem almennt eru kölluð Bernhöftstorfan. Þeirri orustu lauk með sigri friðunarsinna en margar aðrar orustur töpuðust. Utan Reykjavíkur var ekki um auðugan garð að gresja eftir gömlum húsum með sál og sögu. En á nokkrum fornum verslunar- stöðum stóðu langt fram á 20. öld gömul pakkhús og verslunarhús sem fólu Islands- söguna í funum þiljum og tjörguðum bitum. Einn þessara staða er Isafjörður sem fékk kaupstaðarréttindi 1786 um leið og Reykja- vík og Grundarfjörður. Á Isafirði stóð enn í lok 20. aldarinnar þyrping af fornum versl- unarhúsum þar sem heitir frá fornu fari Neðstikaupstaður. Elst þeirra húsa sem þar standa er krambúð einokunarverslunarinnar firá 1757, íbúðarhús faktorsins, byggt 1765, Tjöruhúsið, byggt 1781 ogTumhúsið, byggt 1784.1 þessum húsum var starfrækt verslun í eigu dönsku einokunarverslunarinnar til 1788 en eftir það í eigu ýmissa erlendra kaupmanna til 1883 þegar Ásgeirsverslun á Isafirði tókvið rekstrinum. Þegar kom fram á áttunda áratug aldarinnar vom gömlu versl- unarhúsin í Neðsta farin að láta töluvert á sjá. Hin hljóðu eyðingaröfl unnu starf sitt hægt og örugglega og gömlu húsin biðu örlaga sinna með iðandi athafnalíf hafnarinnar á aðra hönd og brambolt og suðuglampa skipasmíðastöðvar Marselh'usar á hina. Nútíminn var löngu kominn á Eyrina eins og annars staðar þótt tíminn stæði í stað innan veggja hinna öldnu húsa. FÚNIR HÚSKOFAR EÐA FJÁRSJÓÐUR Á áttunda áratugnum var þessi látlausa húsaþyrping í eigu Hafnarsjóðs Isafjarðar og þótt eitt og annað væri geymt í hinum fornu húsum þá höfðu þau ekkert sérstakt hlutverk. Ef gerð hefði verið könnun á viðhorfum bæjarbúa á þessum tíma er ekki víst á hvern veg afstaða þeirra til verndunar eða förgunar húsanna hefði fallið. Sú skoðun að þessir gömlu húskofar tepptu mikilvægar bygging- arlóðir átti víða hljómgrunn og duglegir athafnamenn voru þá eins og nú ávallt reiðu- búnir með jarðýtuna og gröfuna. En meðal áhrifamanna í bænum áttu gömlu húsin í Neðstakaupstað vini og vel- unnara sem gerðu sér skýra grein fyrir því að þarna á eyraroddanum var fjársjóður sem óx að verðgildi með hverju ári sem leið án þess að honum væri fargað. Árið 1975 steig bæjarstjórn ísafjarðar fyrstu skrefin í átt til friðunar en þá voru verslunarhúsin í Neðstakaupstað og íbúða- húsið í Hæstakaupstað friðuð til þess að forða þeim frá eyðileggingu.Tveimur árum síðan hófst svo viðgerð Faktorshússins í Neðstakaupstað en það var verst farið. Það var svo 1978 sem komið var á laggirnar sér- stakri húsafriðunarnefnd á ísafirði. MEÐ RISAVERKEFNI í FANGINU Bæjarstjórnin fól húsafriðunarnefndinni að annast framkvæmd viðgerða á friðuðum húsum. Nefndinni var einnig falið að afla fjár 42 SKÝ 6. tbl. 2013

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.