Ský - 01.12.2013, Page 46

Ský - 01.12.2013, Page 46
BÆKUR Guðmundur Andri Thorsson: Sæmd. JPV 2013. Arnaldur Indriðason: Skuggasund. Vaka-Helgafell 2013. Sæmd byggir að nokkru leyti á sögulegum staðreyndum en víkur víða frá þeim auk þess að vera fyrst og fremst skáldskapur. Sagan gerist á nokkrum dögum í desember 1882 og segir af þjóðþekktum mönnum, tveimur kennurum við Lærða skólann, Benedikt Gröndal og Birni M. Ólsen og þeim sem standa þeim næst. Guðmundur Andri lýsir hvernig vel meinandi framfarasinni og yfirvald verður kúgari og harðstjóri. Góðar fyrirætlanir blandast saman við annarlegar hvatir; þær liggja í loftinu og brjótast út í yfirgengilegri smásmygli og harðýðgi og forvitni um persónu- lega hagi þegnanna, í þessu tilfelli skólapiltanna á heimavistinni í Lærða skólanum. Stuðningsmenn hins mæta læriföður og umsjónarmanns heimavistarinnarfylgja honum ekki aðeins vegna umbótanna sem hann hefur í huga heldur ekki síður vegna valdsins og perversjónanna. Á endanum stendur upp góður maður og stöðvar ósómann og þarf síðan að gjalda fyrir það. Enginn er saklaus og ef vel er leitað má alltaf finna bresti hjá þeim sem þarf að fella. Þá er bara eitt örstutt skref yfir til útskúfunar og refsinga. Fallnir englar heilla en það er ekki síður magnað að lesa um arftaka Pontíusar Pílatusar sem reyna að gera rétt en ná því bara ekki fyrir sakir innra og ytra ofureflis sem þeir glíma við. Sæmd er öll vermd í yl góðra tilfinninga. Þrátt fyrir allt er oftast nær til fólk sem vill vel og breytir eftir því. Sagan er einkar Ijúflega stíluð og ber eitt aðalseinkenni góðstexta: að vera þægilegur í munni þegar lesið er upphátt. Bókarkápan erfalleg eins og Gröndal sæmir. SKY Skuggasund gerist á tveim tímaplönum. í stríðinu finnst stúlka myrt við fokhelt Þjóðleikhúsið rétt við endann á Skuggasundi og í nútímanum liggur gamalmenni, sem enginn þekkir, látið í nokkra daga í íbúð sinni í fjölbýlishúsi. Flóvent rannsóknarlögreglumaður og samverkamaður hans, Vestur-íslendingurinn Thorson, túlkur í hernum, skoða fyrra málið en hið síðara þau Marta rannsóknarlögreglukona og Konráð félagi hennar og vinur, lögga á eftirlaunum. Fyrr en varir tengjast málin og fléttast saman í tíma og rúmi. Fyrir utan stílinn og spennuna eru tök Arnalds á þjóðfélags- meinum það sem gefur bókum hans dýpt og gildi. Kynbundið ofbeldi sem varla var nefnt á nafn, hvað þá sínu rétta heiti, fyrir nokkrum áratugum var auðvitað sama vandamálið þá og nú. Upprifjun á ástandinu vekur hroll en er um leið áminning um að sagan endurtekur sig. Ofbeldisklám internetsins skyldi þó aldrei vera annarfasi í „ástandinu"? Kápan utan um Skuggasund er silfruð og segir ekki neitt nema að eitthvað fínt sé innan í. Eiginlega er hún andstæða við texta Arnalds sem er látlaus og smekklegur og fullnægir þörf hugsandi lesenda fyrir spennusögu. SKÝ Jón Kalman Stefánsson: Fiskarnir hafa enga fætur. Bjartur 2013. Jón Kalman leitar að týndum tíma í Fiskarnir hafa enga fætur og lýsir nýliðnum áratugum og tíðaranda þeirra en fer líka lengra aftur í tímann. Fiann er við fyrstu sýn að lýsa lífinu í íslenskum sjávarþorpum, Keflavík fyrir skemmstu og Norðfirði snemma á síðustu öld. Aðalpersónan Ari er fremur viðkunnanlegur og næmurá umhverfið og hann er „skáldið" í plássinu Keflavík. Víða má lesa ástarsögu í Fiskarnir hafa enga fætur en karladrerringur og fautagangur er eins og hin hliðin á peningnum. f allri driftinni og dugnaðinum er ofbeldiskúltúrinn skammt undan, hvort heldur er við að snúa skrúfuspöðum fiskiflotans eða stela af setuliðinu á Miðnesheiði. Fítonskraftarnir nýtast oft til ills eins í persónulegum samskiptum gagnvart eiginkonum, samverkakonum í afbrotum, drukknum unglingsstúlkum og börnum. Karlar beita kröftunum og yfirburðunum alveg fram í andlátið og halda öðrum í helgreipum jafnt í bókstaflegum sem óeiginlegum skilningi. Lífið gengur eftir höfði þess sem er sterkari og um það þarf ekki að ræða. Jafnvel líkamsleit í tollinum er framkvæmd af vandvirkni og ánægju þess sem valdið hefur, þekkir þolandann og lýsir skyldum sínum sem knýja hann áfram við starfið. Jón Kalman hefur í bókinni skrifað einhverja bestu þreytulýsingu sem um geturfrá því Rósa var í heyskapnum í Sumarhúsum og lífsbjörgin í veði eins og vanalega í hamaganginum á íslandi. Syndir þreytunnar eru oft óútskýranlegar í augum annarra en þess sem er að örmagnast. Margrét í Norðfirði lifir lengur en Rósa og örþreyta hennar varir ekki bara eina heyskapartíð eða eina meðgöngu heldur árum saman. Lífslíkur kvenna batna með bættri fæðingarhjálp en Margrét er kúguppgefin og hún skammast sín fyrir uppgjöfina þó hún megi hvergi næðis njóta fyrir börnunum og gamalmenninu og amstrinu, ein í öllu með dugnaðarforkinn eiginmann sinn á sjónum. Ekki er gott að sjá hvaðan hjálpræði kemur Ara eða Margréti nema ef til vill í einsemdinni -farsímalaus á ókunnu hóteli eða með því að ganga í sjóinn. Jón Kalman skrifar vel og hugsar vel og orðar það sem lesandinn getur undrast að hafa ekki hugsað betur sjálfur. Hann höfðar af öryggi til lesenda sem hafa upplifað þá tíma sem hann lýsir. SKY 46 SKÝ 6. tbl. 2013

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.