Ský - 01.12.2013, Síða 49

Ský - 01.12.2013, Síða 49
hver af mörgum tökustöðum myndarinnar honum hafi þótt skemmtilegastur þá svaraði hann án hiks: „Island. Það var eins og að vera á tunglinu. fsland er ótrúlegur staður með sínum snævi þöktu tindum og eld- fjöllum." Frami Chris Hemsworth hefurverið snöggur í Hollywood og hann virðist geta slitið sig frá hetjuhlutverkunum og er skemmst að minnast leiks hans í hinni ágætu kvikmynd Ron Howards, Rush, þar sem hann leikur Formúlu 1 kappann, James Hunt. Sá fór illa með sig, endaði ævina í dópi og víni innan um fagrar konur. I Rush sýnir Chris Hemsworth að hann er ekki aðeins fjall- myndarlegur heldur einnig góður leikari. SJÓNVARPSLEIKARI í ÁSTRALÍU Chris Hemsworth er þrítugur, fæddist í Melbourne í Ástralíu 11. ágúst 1983. Þegar hann vakti fyrst athygli í Bandaríkjunum í Star Trek (2009) var hann einn af þekktustu sjónvarpsleikurum í Ástralíu. Það var ein vinsælasta sápuópera Ástrala, Home and Away, sem kom honum á kortið, en hann hóf leik í henni 2004 og hætti 2007. Þessi sama sjónvarpssería átti einnig þátt í frama Heath Ledgers, Naomi Watts, Simon Bakers og Isla Fisher, sem öll urðu þekktir leikarar eftir leik sinn í seríunni. Hlutverk Chris Hemsworth í Star Trek var ekki stórt en hann kom fram í upphafi sem faðir James T. Kirk. í kjölfarið eignaðist hann sterkan aðdáendahóp sem vildi sjá meira af honum og sem betur fer fyrir Hemsworth tóku innanbúðarmenn í Hollywood einnig eftir honum. Hemsworth lék eitt aðalhlut- verkið í hryllingsmyndinni The Cabin in the Wood, en sú kvikmynd sat uppi í hillum MGM fyrirtækisins í þrjú ár og var ekki dreift fyrr en í fyrra, í kjölfar vinsælda Thors. Þegar kom að Thor var hann alls ekki fyrsti kosturinn sem leikstjóri myndarinnar Kenneth Branagh vildi í hlutverkið. Branagh vildi Daniel Craig, sem ekki gaf kost á sér. Eftir fyrsta upplestur fyrir hlutverkið var Hems- worth tjáð að hann kæmi ekki til greina, en Branagh sá eitthvað í stráknum sem honum líkaði, gaf honum annað tækifæri og þá stóð hann sig betur og fékk hlutverkið. Þess má svo geta að einn helsti keppinautur Hems- worth um hlutverk Þórs var yngri bróðir hans Liam. Thor: The Dark World er önnur kvikmynd- in í seríunni um ofurmennið Þór, en í þriðja sinn sem Chris Hemsworth bregður sér í hlutverkið, Þór var nefnilega ein afofurhetj- unum í The Avengers (2012) þar sem voru 1. Þekktastur er Chris Hemsworth fyrir að leika þrumuguðinn Þór í tveimur kvikmyndum sem notið hafa mikilla vinsælda. einnig til staðar Iron Man (Robert Downey jr.), Captain America (Chris Evans), Hulk (Mark Ruffalo) og Black Widow (Scarlett Johansson). I fyrra lék Chris Hemsworth einnig í annarri stórmynd, Snow White and the Huntsman, ævintýramynd sem óvænt sló í gegn. Þar var mótleikkona hans önnur smávaxin leikkona, Kristen Stewart. Fjórða kvikmynd Hemsworth frá 2012 er svo Red Dawn sem fékk ekki eins góðar viðtökur en hún fjallar um hóp ungs fólks sem bjargar heimaborg sinni frá innrás hermanna Norður-Kóreu. Eins var með Red Dawn og The Cabin in the Wood. Hún var í geymslu í ein tvö ár áður en henni var dreift í kvik- myndahús. Næsta kvikmynd Chris Hemsworth er Cyber, sem Michael Mann leikstýrir, hún fjallar um sveit Bandaríkjamanna og Kínverja sem elta uppi þá sem hakka sig inn í tölvu- kerfi. Þrjár aðrar kvikmyndir sem Hemsworth mun leika í eru á framleiðslustigi. Fyrst ber að telja Avengers 2 þar sem hann bregður sér enn eina ferðina í hlutverk Þórs. Þessa dagana er hann að leika í In the Heart ofthe Sea, sem Ron Howard leikstýrir og gerist um borð í hvalveiðiskipi árið 1820. Framundan er svo einnig Snow White and the Huntsman 2. Áætlað er að frumsýna þær myndir 2015. Chris Hemsworth hefur ekki verið laus við dramatíska atburði í einkalífinu frekar en í kvikmyndum sínum og nýjustu fréttir af honum eru þær að hann og fjölskyldan lentu í hremmingum síðla í nóvember við strendur Spánar þegar hann var í stuttu fríi frá tökum á In the Heart ofthe Sea. Hann var í skemmtireisu á skútu ásamt ófrískri eiginkonu sinni og barni þegar skútan varð stjórnlaus og rak að ströndinni. Þurfti strandgæslan að bjarga þeim ásamtfimm öðrum farþegum. LEIKARABRÆÐUR Hvað varðar draumahlutverk segist Hems- worth alveg vera til í að leika í næstu Star Wars kvikmyndum sem verið er að undirbúa um þessar mundir, hann hafi alist upp við eldri Star Wars myndirnar og þær átt stóran þátt í áhuga hans á kvikmyndum. Og þær myndir sem hann hefði helst viljað vera með í eru Hringadróttins saga og Hobbit mynd- irnar. „Eg dýrka veröldina sem þær gerast í og hefði gefið mikið til að fá að vera með." Chris Hemsworth á tvo bræður sem einnig eru leikarar. Elstur er Luke Hemsworth, sem heldur sig á heimavelli í Ástralíu og er vinsæll sjónvarpsleikari, næstur er Chris og yngstur er Liam Hems- worth, sjö árum yngri en Chris og þekktastur 2. Chris Hemsworth með dóttur sína Indiu Rose í fanginu. 3. Chris Hemsworth hefur fengið prýðisdóma fyrir leik sinn í hlutverki kappaksturshetjunnar James Hunt í Rush. fyrir leik í Hunger Games myndunum og einnig fyrir að hafa verið kærasti Miley Cyrus. Það samband er þó víst búið og að sögn kunnugra var Chris honum stoð og stytta í sambandsslitunum. Eiginkona Chris Hemsworth er spænska leikkonan Elsa Pataky og eiga þau eina dóttur, Indiu Rose, sem er rúmlega árs- gömul og von er á öðru barni. Chris og Elsa kynntust um mitt ár 2010 og giftu sig í desember sama ár. Áður hafði lítið farið fyrir Hemsworth á stefnumótamarkaðinum í Hollywood og er aðeins nefnd til sögunnar ein kærasta, leikkonan Isabel Lucas, en þau unnu saman í Home and Away og léku bæði í Red Dawn. í dag segist Hemsworth vera kominn á réttan stall í lífinu. „Ég hef aldrei haft eins mikið að gera, en ég gleymi ekki foreldrahlutverkinu sem ég tel það mikil- vægasta í lífinu. Það kallar á barnið í mér og gerir mig að betri persónu." SKV e.tbi. 2013 SKÝ 49

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.