Ský - 01.12.2013, Síða 54

Ský - 01.12.2013, Síða 54
Jólatíðin nálgast óðum. Verslanir fyllast af hvers kyns varningi tengdum jólunum. Matvöruverslanir hafa í síauknum mæli verið að flytja inn ýmiss konar framandi matvöru erlendis frá, svo sem krónhjört, elgskjöt, dúfur og þar fram eftir götunum. Slíkt úrval góðgætis gerir fólki kleift að prófa sig áfram með nýja tegund hátíðarmatar, þó svo margir séu íhaldssamir þegar jólin eru annars vegar og geti ekki hugsað sér annað en hamborgarhrygginn og hangikjötið. Eg ákvað að gera tilraun með danska jólaönd, fyllta með eplum og sveskjum. Jólaöndin er hinn hefðbundni jólamatur Dana. Útkoman var alls ekki af verri endanum, enda er andakjöt að mínu mati með því betra, sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Fyllta öndin sómir sér svo sannarlega á jólaborði, borin fram með heimalöguðu rauðkáli og brúnuðum kartöflum. SKV Uppskrift fyrír u.þ.b. 4: HRÁEFNI: • 1 önd • 4 epli • 1 poki sveskjur • 1 búnt ferskt timjan SÓSA: • 350 ml (um Vi flaska) rauðvín • 1 laukur • Nokkrargreinartimjan • 1 lárviðarlauf • Maísenamjöl • Salt og pipar AÐFERÐ: Hitið ofninn í 165°C. Skolið og þerrið öndina vel. Skerið fituklípu af öndinni við hálsopið og bræðið í potti. Skerið vængina af öndinni og skellið í pottinn ásamt innvolsinu (í poka inni í öndinni) og gróft söxuðum lauk, látið steikjast í nokkrar mínútur. Bætið rauðvíni, timjangreinum, lárviðarlaufi, salti og pipar út í og látið malla við vægan hita í dágóðan tíma. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og skerið í báta. Blandið eplum, sveskjum, timjan, salti og pipar saman í skál. Fyllið öndina með blöndunni og lokið fyrir með þræði. Kryddið með salti og pipar (gott að nudda inn í húðina). Komið öndinni fyrir á ofngrind í miðjum ofni. Undir grindina er sett ofnskúffa með u.þ.b. bolla af vatni. Bætið vatni í ef það gufar upp. Öndin þarf að eldast í 40 mínúturfyrir hvert kíló. 2/3tímans á hún að liggja með bakið upp, eftir það er henni snúið við og hún látin liggja á bakinu. Leyfið öndinni að standa í 10 mínútur eftir að hún er tekin út úr ofninum. Á meðan er hægt að huga að sósunni. Sósusoðið er síað í pott og andasoðinu í ofnskúffunni bætt við. Veiðið mestu fituna burt efykkursýnist svo. Eldið sósuna upp með maísena og rjóma, saltið og kryddið ef þarf. Brúnaðar kartöflur og rauðkál eru ómissandi meðlæti. 54 SKÝ 6. tbl. 2013

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.