Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 10

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 10
8 hef því bæði tekið það, sem satt var sagt og sumt af því, sem logið var. Eg er ekki að skrifa hér venjulega árbók. Þetta á aðeins að vera dálítill skerfur til aldarfarslýsingar á þessu ástandsári. Höfundar árbóka punta upp á þurrar tölur sínar og skýrslur með því að geta smáskrýtinna atburða. Eg birti lítið af tölum og engar þurrar skýrslur. Á þessum fáu síðum er einungis getið smáatburða. Hygg ég og, að þó að hér sé ekki um venjulega árbók að ræða, geti hún samt reynzt þó nokkur heimild, þegar tímar líða, um það, sem hugsað var og talaö var um í Reykjavík árið 1941, þegar ísland varð bækistöð herja frá tveimur stór- þjóðum, þegar íslenzkur fjörður var gerður að einni mestu flotabækistöð í heimi, þegar forsætisráðherra Bretlands talaði af svölum Alþingishússins og át íslenzk vínber sitjandi við heita hveri, og þegar „ástandið” var að- almálið. Á gamlársdag 1941. Hannes á hominu,

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.