Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Síða 12

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Síða 12
10 Reykjavík. Dagsbrúnarverkamenn samþykktu á nýársdag aS hefja vinnustöðvun næsta dag. Þann dag felldu þeir og samningsuppkast er sáttanefnd þeirra haföi gert við atvinnurek- endur. Kröfðust verkamenn fyrst og fremst 8 stunda vinnudags. Það kom fljótt í Ijós, að þeir, sem réðu þessari stefnu meðal verka- manna tö!du, að setuliðið, er hafði þá þegar mikla vinnu, myndi semja þegar í stað Við þá, hvað sem íslenzkir atvinnurekendur gerðu. Þetta reyndist ekki svo. Verkfallsmenn biðu ósigur. Dreifibréfsmálið svokallaða kom upp í sam- bandi við þessa deilu. Nokkrir kommún:star tóku upp hjá sjálfum sér að gefa út ávarp til brezkra hermanna, þar sem þeim var skýrt frá málavöxtum, hvattir til aðstoðar við verka- menn og andstöðu við heragann. Herstjórnin leit mjög alvarlegum augum á málið og voru kommúnistarnir kærðir af íslenzkum yfir- vöidum fyrir dreifingu bréfsins. Töldu marg- ir að þetta dreifibréfsmál hefði gert aðstöðu verkfallsmanna erfiðari. Nokkrir kommúnist- ar hlutu þunga dóma.

x

Árbók Hannesar á horninu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.