Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Side 13

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Side 13
11 Hörðust urðu átökin í deilum hárgreiðslu- stúlkna og starfsstúlkna í veitingahúsum. Höfðu kjör þessara stúlkna verið mjög léleg, en félögin hins vegar hvorki gömul né sterk. Atvinnurekendur vissu það og buðu út öllu liði sínu. Kom jafnvel til slagsmála á einstaka stað, þar sem stúlkur stóöu verkfallsvörð. Ein- staka atvinnurekandi sýndi ótrúlega óbilgirni í þessum deilum og svo fór að lokum að stúlk- urnar töpuðu í baráttu sinni. Allt öðru vísi fór fyrir, sjómönnum. Fengu þeir tiltölulega mjög góða samninga, án harðra átaka eða verkfalla. Gróðinn af rekstri útgerðarinnar var líka mjög mikill og atvinnu- rekendur vildu ekki stöðva skipin. Áfengt íslenzkt öl: ,,Polar Bear“ varö á hvers manns vörum. Framleiddu setuliðsmenn það, en ísiendingum var „bannaður aðgang- ur”. Reyndu íslendingar mjög aö vingast við hermenn í þeirri von að geta náð í eitthvaö af þessari „guðaveig”. Skipstjóri á íslenzkum togara var dæmd- ur fyrir að tala um veðrið viö stéttarbróður sinn. En rétt fyrir hernámið var bannað að

x

Árbók Hannesar á horninu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.