Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Side 28

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Side 28
26 Þýzk flugvél rakst á klettavegg við Reyð- arfjðrð í þoku. Ægileg sprenging heyrðist, og fórust allir, sem í flugvélinni voru. Sjómenn voru teknir fastir á Vestfjörðum fyrir að hafa veitt þýzka útilegumanninum aðstoö, og voru þeir allir fluttir til Englands sem fangar. Landskunnir menn voru meðal þeirra, þar á meðal brezkur konsúll. Færeyskir verkamenn komu hingað í hundraðatali og unnu hjá Bretunum. Bjuggu þeir í tjöldum við Öskjuhlíð. Ríkisstjóri kosinn með mikilli viðhöfn á Alþingi. Óvenjugott samkomulag milli flokka og þjóðarinnar um kosninguna. Flugur gerðu innrás í Reykjavík. Húsmæð- ur tóku hraustlega á móti með allskonar ráð- um. íbúðir í Vesturbæ og Austurbæ fyliast af varginum. Þúsundir festust á flugnaveið- urum og létu lífið meö harmkvælum, aörar þúsundir voru slegnar til bana meö blautum handklæöum. Veggir og gluggar uröu óvenju óhreinir af þessum vígaferlum. Sigurður Jónasson gaf landinu Bessastaöi.

x

Árbók Hannesar á horninu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.