Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Side 36

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Side 36
34 Churchill kom til Reykjavíkur, ásamt syni Roosevelts og ööru stórmenni. Landssíman- um lokað tíma þann dag. Reykjavík komst á annan endann. Churchill talaði af svölum Alþingishússins og heilsaði þar upp á ríkis- stjóra og ráðherra. Þar skildi hann eftir vindil sinn og var hann lengi geymdur eins og dýrgripur Að Reykjum skoðaði hann gróðurhús — og lofaði aö athuga, hitaveitu- málið er heim kæmi. Stórfelld hersýning á Suðurlandsbraut. Þetta var einn mesti stór- viðburður ársins — innanlands. Þýzk flugvél kom í könnunarfíug yfir Reykjavík. Skotið á hana en ekki hæfð. Ríkisstjórnin skipaði þriggja manna nefnd til að „bæta ástandiö“. Meira talað um á- standiö en nokkru sinni áður. Nefndin gaf út skýrslu. 500 konur í ástandi! Það eru aðeins 20% af þeim sem raunverulega eru í því, segir lögreglustjóri. Hræðilegar sögur fylgja skýrslunni. Margir telja þær ýktar, enda mun svo vera. Skýrslurnar virðast óá- byggilegar, en íslendingar kysu þó að „á- standiö“ væri betra. Vísitalan var 167.

x

Árbók Hannesar á horninu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.