Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 54

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 54
52 Lögreglan gerði árás á bifreiðastöð og tók menn höndum og áfengi upptækt. Var þar eingöngu um áfengi að ræða frá setuliðinu. Bókaútgáfa var miklu meiri 1 þessum mánuði, en nokkru sinni áður og meíra keypt af bókum. Á hverjum degi komu út fleiri en ein bók, og suma daga margar. Verzlun var stórkostleg og tæmdust margar verzlanir fyrir jólin. Samkvæmt upplýsing- um frá þeim, var verzlun helmingi meiri en fyrir síðustu jól. Síðustu dagana fyrir áramótin var reynt að koma á samkomulagi milli atvinnurek- enda og iðnaðarmanna, en tókst ekki. Á gamlárskvöld talaði forsætisráðherra mjög á móti þvi að launþegar fengju kauphækk- anir og þótti mörgum það benda til þess, að erfiölega mundi ganga að koma á sátt- um. Vísitalan var 177.

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.