Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 59

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 59
57 inn, sem goð auðs, framtaks og framleiðslu í Bandarikjum Norður-Ameríku tyllir á fót- um sínum, þegar hann fer með gjafir til hins stríðandi Stóra Bretlands. Það er ekki hægt að sjá, að okkur sé fyllilega ljós mik- ilvægi þessarar staðreyndar, en báðum stór- þjóðunum, sem hér eiga hlut að máli, er ljóst mikilvægi íslands í þessari styrjöld Við höfum heyrt yfirlýsingar um, að hólm- inn okkar eigi að verða þýðingarmesta flota- stöð Bandaríkjanna og að varið verði hundr- uðum milljóna króna til þess að svo geti orðið. Það virðist því svo, að hér verði á- framhald á stórkostlegum aðgerðum meðan styrjöldin geisar og enginn getur sagt, hve lengi það verður. Við tölum mest um „ástandsmálin”. Það eru málin sem snerta sambúð okkar við hina erlendu hermenn. Við hryggjumst yfir mis- tökunum sem orðið hafa og við óttumsi árekstra. Við þolum ekki að við séum beitt- ir ofbeldi, og við verðum því að forðast að gefa tilefni til þess að agalausir einstakl-

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.