Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 68

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 68
66 aö Hótel Borg og spurði hana, hvernig ís- lenzkum stúlkum litist á bandaríska sjóliðs- foringja. Svaraði stúlkan á íslenzku, að þeir þættu myndarlegir. Leikarinn skyldi ekki, en þá sagði stúlkan á ensku: „Þér eruð alveg eins og í kvikmyndum.“ Brosti leikar- inn þá útundir eyru. En stúlkunni mun hafa þótt þetta mesta ævintýri lífs síns, enda segir blað bandaríska setuliðsins að hún hafi verið mjög falleg. — Það má raunar segja um allar íslenzkar stúlkur. Einn af kunnustu kaupmönnum Reykja- víkur hefur þann sið, að ganga með skyggn- ishúfu, sem er næstum alveg eins og húfur brezkra yfirforingja. í haust sá ég þennan kaupmann ganga niður Hverfisgötu. Hópur hermanna kom á móti honum á hergöngu. Er hermennirnir komu móts við hann sneru þeir andlitunum að honum og heilsuðu virðulega, en hann óð áfram, án þess að skipta sér af. Fyrirliði hermannahópsins mun hafa séð að ekk: var allt með felldu, því að hann varð svo hissa, að hann horfði gapandi á eftir kaupmanninum nokkra stund — en

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.