Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 71

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 71
69 upi. Hann sagði að ástandið væri sök okkar allra, .,mín og þín, en ég tel ekki að þaö komi að neinu gagni að taka á þessum mál- um með silkimjúkum glófa. Það verður að finnast stálkrumla innan undir. Prestarnir eru góðir, en þeir eru ekki einhlítir. Það er staðreynd að þeir ná ekki eyrum þjóðarinn- ar. Ekkert verður hægt að gera, nema þjóð- in leggist á eitt í þessum málum”. Drengur fær löðrung. Dag nokkurn í sept- ember kom drengur á reiðhjóli niður Banka- stræti. Allt í einu kemur amerískur hermað- ur og lendir fyrir reiðhjólinu. Drengurinn íell á götuna, en er hann var að standa upp svífur hermaðurinn að honum og slær hann utan undir. Ungur íslendingur, sem var Darna nærstaddur sá atburðinn og þótti aö- farimar ljótar. Rétti hann hermanninum iöðrung. í því kemur þarna ameríkskur lög- regluþjónn, greip hann í öxl hermannsins, en brosti til íslendingsins og sagði: „Thank you“. Fyrrihluta ársins voru gangstéttir í Reykja-

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.