Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 72

Árbók Hannesar á horninu - 31.12.1941, Page 72
70 vík sundurgrafnar af hitaveituskuröum. Eitt kvöld í myrkri heyrði ég tvo hermenn, sem voru að klöngrast yfir einn skurðinn segja: ,,Það er alveg óþarfi af þeim að grafa þessa skurði áður en við komum. Við heföum ráð- ið niðurlögum þeirra á skömmum tíma, því að þeir kunna ekki að handleika byssu“. — Samkvæmt þessu héidu þessir hermenn, að við Reykvíkingar hefðum grafið skotgrafir í hernaðarskyni gegn loftárásum. Án þess að mæla um of er óhætt að segja, að mjög algengt viðfangsefni bæjarráðs og bæjarstjórnar á öllum fundum allt þetta ár hafi verið umsóknir um veitingaleyfi. Á hverj- um einasta fundi hafa mörg veitingaleyfi ver- ið veitt. Enda eru nú hundruð veitingastofa um allan bæ og sumar ekki upp á marga fiska. . Græða þær allar, en þær mest, sem hafa fallegar stúlkur til frammistöðu. Slúðursagnaburður hefur verið hreinasta plága allt þetta ár. Er óhætt að fullyrða, að hann hafi aldrei verið me'ri. Má að sjálf-

x

Árbók Hannesar á horninu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hannesar á horninu
https://timarit.is/publication/1820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.