Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 7

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 7
KARL STRAND, læknir: ÚR ÆVINTÝRASÖGU MANNSHEILANS Erindi flutt í Ríkisútvarpið haustið 1952. 2. erindi. 1 fyrsta erindi þessa flokks var leitazt við að gera grein fyrir þróun mannsheilans í stórum dráttum, hversu hann skapaðist á milljónum ára úr ófullkomnu tauganeti í líkingu við marglittutaugakerfið í það form, sem hann ber í dag. Næst skulum við athuga, hvernig nútíma- heilastarfsemi er varið. Sjálfur heilinn er samsettur úr um fimmtán þúsund milljónum fruma af ýmsum stærðum og gerðum. En langmestur fjöldi þessara fruma liggur í yzta lagi heil- ans, sem dekkra er á lit en aðalheilinn og nefnist heila- börkur. Allar þessar frumur standa í sambandi við tauga- kerfi og skynfæri líkamans, annað hvort beint eða með milligöngu annarra fruma. Þær taugar, sem liggja til og frá heilanum út um allan líkamann, eru yfirleitt gerðar úr þráðlaga frumum, sem sumar hverjar eru jafnvel á annan meter á lengd, þótt gildleiki þeirra sé minni en einn þúsundasti úr þumlungi. Þær liggja samhliða þús- undum og tugþúsundum saman, mynda taugabrautir mæn- unnar, því fleiri sem ofar dregur, flytjandi boð frá húð, vöðvum og öðrum líffærum, sumar til heilans eða stöðva í mænunni, aðrar frá heilanum til viðkomandi líffæra. Ef til vill verður okkur þetta ljósara, ef við hugsum okkur heilann og taugakerfið eins og risavaxna stjórnar- skrifstofu, þar sem 15 þúsund milljónir símastúlkna, skrif- Heilbrigt lif 45

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.