Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 10

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 10
hver einstakur taugaþráður, sem tekur á móti skynjun, er ekki tengdur eingöngu einni vöðvatrefju með millistöð í heilanum. Á leið sinni til heilans getur boðið skotizt í út- úrkróka, tekið hliðargötur, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, eða fengið afgreiðslu á minni háttar stöð niðri í mænu án þess að til kasta heilabarkarins komi. En kom- ist boðið alla leið upp til ákveðinnar heilastöðvar í æðsta ráði stjórnarinnar, heilaberkinum, er hvergi nærri víst, hver afgreiðslan verður. Hér koma tvær nýjar ástæður til sögunnar. Önnur er sú, að einn stakur vaki er ekki ætíð nógur til þess að vekja svörun, venjulega sendist hópur af boðum eftir mörgum frumuþráðum, því fleiri sem meira á ríður. Þessu svipar til þess að Jón á Klapparstígnum hefði tíu bjöllur við dyr sínar, en ómakaði sig helzt ekki nema 2—3 væri hringt í einu, og ef öllum tíu væri hringt, þá færi ekki einungis Jón á stúfana, heldur einnig kona hans og krakkar til þess að afgreiða gestinn eftir beztu getu. Nú væri einfaldast að hugsa sér, að hið fráfarandi heila- boð væri sniðið eftir skeytinu, sem inn kom, þannig að ákveðið boð, sem á annað borð nægði til þess að vekja álíka hóp af heilafrumum til svörunar, orsakaði álíka svar. En þessu fer fjarri. Það, sem svöruninni ræður, er í fyrsta lagi ástand heilastöðvarinnar sjálfrar, hverrar einstakrar frumu þar og samband þeirra innbyrðis. Þessi símastöð gefur ekki samband eftir beiðni, heldur eftir skapsmunum og hæfileikum símastúlkunnar í hvei-t skipti, svo notuð sé sama líking og fyrr. Til þess að skilja þetta til fullnustu verðum við að víkka til muna það leiksvið, sem við höfum sett upp fyrir hugskotssjónum okkar. Hingað til höfum við einkum tal- að um einn vaka, eitt boð, eina nálarstungu o. s. frv. í daglegu lífi, þegar meðvitundin er fullkomlega vakandi, er sjaldan um einn vaka að ræða, heldur marga samtímis, 48 Heilbrigt líf

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.