Heilbrigt líf - 01.12.1956, Page 11
þar sem sumir eru vitaðir, aðrir að mestu eða öllu óvit-
aðir. Sem dæmi má nefna vakana frá snertingu fata
okkar allan daginn, en þeim er lítill gaumur gef-
inn meðan skórinn kreppir ekki eða flibbinn er nógu
víður. Þetta eru hringingar, sem Jón á Klapparstígn-
um anzar ekki. Um þá vaka, sem knýja heilastöðvarnar
til athafna, gildir það yfirleitt, að þeir koma inn í hóp-
um, stundum skipulagðir í þekktar heildir, stundum óreglu-
lega. Hlutverk heilastöðvanna er því ekki einungis að
greina þessar heildir og afgreiða þær frá réttum stöð-
um, heldur og einkum að samræma þá sérstöku þýðingu,
sem hver samstæða af vökum hefur, við þá reynslu og
þær minningar, sem fyrir hendi eru í heilanum, og senda
út svaranir sínar fyrst og fremst með tilliti til þess á-
stands, sem skapar afstöðu stöðvarinnar til þessarar sam-
stæðu. Hér koma því tvö ný atriði til sögunnar, sem mikil-
væg eru í starfsemi heilans. Annað eru samstæður eða
kerfi og hitt er hæfileikinn að muna.
Lítum fyrst á það, sem við nefnum samstæður. Hvert
mannsbarn, sem þekkir spilin, veit, hversu auðvelt er að
nota sömu spilin aftur og aftur til þess að mynda sam-
stæður af ólíkustu gerðum. Við getum raðað þeim í kerfi
eftir lit, eftir jöfnum, eftir summu eða margfeldi depl-
anna og svo mætti lengi telja. Með 52 spilum getum við
búið til mörg hundruð kerfi með því að raða þeim í mis-
munandi afstöðu hvers til annars. Það atriði þarf ekki
frekari skýringar við.
Setjum nú svo að við séum að spila vist og fáum einn
lit eingöngu í forhönd. Við segjum hróðugir grand í fullri
vissu þess að ná hverjum slag. En hafi skyldusóló í for-
hönd verið fyrirfram ákveðin, verður svörum okkar mjög
á annan veg. í bæði skiptin er sá vaki, er sjóntaugin flyt-
ur til heilans, algerlega hinn sami. En það fyrirfram
ákveðna ástand í þeirri heilastöð okkar, sem móti boðun-
Heilbrigt líf — 4
49