Heilbrigt líf - 01.12.1956, Qupperneq 12

Heilbrigt líf - 01.12.1956, Qupperneq 12
um tekur, ræður úrslitum. I fyrra skiptið brosum við kampakátir, en bítum á jaxlinn í sárri raun í hið seinna. Við eigum eftir að ræða nánar, hversu geysimikinn þátt kerfi eiga í allri heilastarfsemi, og hlutverk og eðli minn- isins verður einnig að bíða átekta. Því að þegar hér er komið sögunni, verðum við að snúa okkur á ný að heila- berkinum, cortex cerebri, og fá lítið eitt Ijósari hugmynd um, hversu hann er úr garði gerður. Á síðustu áratugum hefur þekkingu manna á einstök- um heilahlutum og starfsemi þeirra fleygt mjög fram. En þrátt fyrir það, hafa hvergi nærri öll kurl komið til graf- ar. Staðsetning hinna ýmsu hlutverka heilans fer einkum þannig fram, að rannsakað er, hvaða heilastarfsemi fell- ur niður, þegar staðbundnar heilaskemmdir hafa átt sér stað. En þótt margvíslegri starfsemi heilans hafi verið fundinn staður á þennan hátt, eru enn svæði í heilanum, sem engin brottfallseinkenni gefa, eða með öðrum orðum, þótt hlutar af heilaberkinum séu numdir á brott á þess- um svæðum, verður þess ekki vart, að nein starfsemi falli niður. Við köllum þessi svæði þöglu svæðin og þau eru eitt af viðfangsefnunum, sem enn eru lítt leyst í ævin- týrasögu heilans. Nú er það bersýnilegt, að meðan fara varð eingöngu eftir duttlungum heilaskemmda af völdum sjúkdóma og slysa, þá miðaði þessari landafræði heilans skammt. Það var því fyrst eftir að farið var að opna heilabú manna og dýra í svæfingu eða deyfingu og erta ákveðna heilahluta með rafmagni, að verulegur skriður fór að færast á þess- ar rannsóknir. Sir. Charles Sherrington í Oxford, sem er stórvirkasti afkastamaður heila- og taugarannsókna þess- arar aldar, fann á þennan hátt hreyfistöðvar ýmissa vöðva í öpum, og prófessor Penfield í Montreal staðsetti þær stöðvar, sem stjóma vöðvahreyfingum mannsins á yfir- 50 Heilbrigt líf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Heilbrigt líf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.