Heilbrigt líf - 01.12.1956, Side 16
Þetta er ein tegund þeirrar fötlunar, sem við köllum löm-
un, en sú fötlun getur vitanlega einnig stafað af skemmd-
um annars staðar í heilabrautum eða taugum. En ef um
minni háttar svæði er að ræða, koma hreyfingar smátt
og smátt á ný, en í grófara formi. Frumstæðar hreyfing-
ar koma fyrst, lærðar og vandasamar hreyfingar síðar.
Þær heilafrumur, sem brott voru numdar, koma ekki aft-
ur, að því leyti stendur heilinn verr að vígi en önnur líf-
færi, en smátt og smátt leitast heilinn við að yfirfæra
starf þeirra á aðrar frumur. Hversu fullkomin sú endur-
bót er, fer eftir upphaflegu skemmdinni og ýmsum öðrum
aðstæðum.
Nú minnumst við þöglu svæðanna í framskautinu, fram-
an við hreyfingasvæðin. Og okkur er spurn, hvað gerist,
ef þau væru á brott numin. Þetta hefur verið gert og
þetta er einmitt sá staður, þar sem skurðlæknirinn hefur
dálítið olbogarúm. Við brottnám framskauts heilans, eða
öllu heldur, ef slitið er símasambandi hans við aðalheil-
ann, kemur ekki til neinna vöðvatruflana eða lamana. Ein-
mitt þetta svæði er mun stærra í mönnum en dýrum,
eins og sjá má af hinu háa enni mannsins. Afleiðing þess-
arar skurðaðgerðar birtist í persónuleika mannsins og
hegðun hans. Menn verða rólyndari, ræðnari, andleg
þensla og kvíðni minnkar, hneigðin að skipuleggja fram
í tímann dvínar, og þjáningar af andlegum uppruna,
sem áður voru óbærilegar, liggja í léttu rúmi.
En þessi vísindi eru ung, og varlega skyldi troða
ókunna stigu. Ef til vill höldum við hér í hendi okkar
lyklinum að framtíðarmanninum, persónuleika hans og
hæfni, þar sem eitt hnífsbragðið þýðir stóiska ró en ann-
að dirfð Promeþevs. Þetta er spurn mín, en hvorki spá
né ósk. Enn skyldum við vera þess minnug, að engin
skurðaðgerð færir heilanum eiginleika, sem þar eru ekki
54
Heilbrigt líf